<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, maí 14, 2006

Jæja, þá heyrist píp frá bloggletingja aldarinnar;o) 

Já, það er nú eiginlega alveg kominn tími á það að maður láti í sér heyra hérna. En alla vega að þá erum við flutt enn og aftur innanhúss;o) Fengum 3ja herbergja íbúð hérna á fyrstu hæðinni með smá verönd og allt;o) Málið er það að ég gafst upp á því að tala við hana Kristínu hjá hússjóði Ö.B.Í og sendi bara meil á hann Sigurstein og fékk í framhaldi fund með honum og sagði honum frá öllum mínum samskiptum við Kristínu og hvernig hún var búin að koma fram við mig og það leið ekki nema sólarhringur frá því að ég hitti Sigurstein að Kristín hringdi í mig með skottið á milli lappanna og ég var búin að fá íbúð mánuði seinna. Og þar sem að við fengum þessa fínu íbúð að þá varð maður nottla að kaupa sér uppþvottavél og stuttu síðar keyptum við þvottavél líka, jess! Seldum nebblega Poloinn, þess vegna gat maður nú leyft sér þetta. Þórunn Emilía er orðin voða stór, enda varð hún 5 mánaða þann 10. mai, ekkert smá fljótt að líða mar. Hún er líka byrjuð í ungbarnasundi og er ekkert smá dugleg þar. En skvísan er farin að kalla á grautinn sinn núna, lofa framhaldi í kvöld eða morgun;o) Læt eina mynd af skvísunni fylgja í lokin.


Eða bara tvær;o)

(0) comments
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?