<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, maí 30, 2006

Kvíðahnútur sem gerir ekkert nema það að stækka:-/ 

Málið er það nefninlega að Þórunn Emilía er að fara í pössun yfir nótt í fyrsta sinn og það ekki bara eina heldur TVÆR!!!!! Verður aðfaranótt laugardags hjá tengdaforeldrum mínum og aðfaranótt sunnudags hjá mömmu og pabba og ég og Baldur upp'í sumarbústað í Svignaskarði. Ég veit ekki alveg hvort ég meiki að vera svona lengi í burtu frá snúllunni minni og eins og segir í fyrirsögninni að þá stækkar þessi kvíðahnútur bara með hverri mínútu sem líður:-/ Ætli ég verði ekki bara að keyra í bæinn á laugardeginum til þess að knúsa hana aðeins og bruna svo aftur í bústaðinn, eins og er að þá veit ég ekkert hvernig þetta fer allt saman.
En að öðru. Baldur er loksins að ná betri heilsu eftir að hafa verið með hita í 3 vikur, var ekki með nema 7 kommur í gær og í dag, var sko búinn að vera með 39 og 40 stiga hita og sjúkdómsgreininguna "kossaveiki" hehe. En þetta lítur sem betur fer allt saman vel út núna. Þórunn Emilía er að verða hafmeyja, algjör sunddrottning, þið getið séð mynd af henni á blogginu hennar mömmu þar sem hún er í sundinu. En jæja, held ég láti gott heita í bili. Óver End Át!

(3) comments

fimmtudagur, maí 18, 2006

Jæja þá er það framhaldið..... 

Reyndar soldið seinna á ferðinni en til stóð:-/ En ég held að ég sé löglega afsökuð sko, við hjónaleysi erum bæði búin að liggja í einhverri flensu og skít. Skiptum þessu mjög bróðurlega á milli okkar, kallinn sér um hitann og ég um hóstann og hor í nös, finnst þetta samt búið að standa soldið lengi yfir, við erum búin að vera hálf slöpp síðan á miðvikudaginn í síðustu viku, ekki skemmtilegt sko. En þetta fer nú vonandi allt að lagast.
Á laugardaginn fórum við á aðalfund MS-félagsins og voru niðurstöðurnar eftir hann vægast sagt slæmar verð ég að segja. Fundurinn byrjaði fyrir alvöru ein og svo margir aðrir með skýrslu stjórnar, eina vandamálið var það að þetta var skýrsla FORMANNS en ekki STJÓRNAR þar sem að hinir stjórnarmeðlimir komu ekki nálægt þessari skýrlsugerð. En þessi skýrsla "stjórnar" var nú enginn skýrsla heldur var Sigurbjörg bara með útskýringar og afsakanir á gjörðum sínum og endaði eiginlega bara á því að vera framboðsræða. Þarna voru 2 formannsframboð, sitjandi formaður, Sigurbjörg og svo hún Steinunn Þóra og hafði Sigurbjörg betur með 25 atkvæðum. Það má eiginlega segja að fundurinn hafi nánast skipst í tvennt, unga fólkið studdi Steinunni og eldra og veikara fólkið Sigurbjörgu. Mér fannst hópurinn sem að var eldri og ætti þar af leiðandi þroskaðri ekki sýna neinn svakalegann þroska á fundinum, var með fram í köll, kaldhæðnisleg hlátrasköll og þess háttar meðan Steinunn Þóra var að lesa framboðsræðu sína. Þannig að núna er endanlega búið að hrekja burtu allt unga og kraftmikla fólkið í burtu frá félaginu sem er ekkert nema skömm. Svo var nú annað sem kom verulega á óvart á þessum blessaða fundi, það var það að Garðar Sverrisson felldi Steinunni Þóru úr aðalstjórn Ö.B.Í. sem er ekki gott því að hún var kosin í framkvæmdastórn Ö.B.Í. á síðasta aðalfundi bandalagsins og sjálfur Garðar Sverrisson studdi það að hún færi inn í framkvæmdarstjórnina, skamm skamm. En eftir þennan fund að þá er þetta litla félag sem áður var öflugt komið hálfa leiðina í gröfina í mínum huga og verður þar þangað til eitthvað stórtækt gerist! Þess má geta að þetta er MÍN skoðun og þarf á engann hátt að endurspegla mat annara félagsmanna, og hana nú.
En jæja gott fólk, ekki meira í bili. Óver End Át;o)
Þú færð kraft úr kókómjólk;o)

(1) comments

sunnudagur, maí 14, 2006

Jæja, þá heyrist píp frá bloggletingja aldarinnar;o) 

Já, það er nú eiginlega alveg kominn tími á það að maður láti í sér heyra hérna. En alla vega að þá erum við flutt enn og aftur innanhúss;o) Fengum 3ja herbergja íbúð hérna á fyrstu hæðinni með smá verönd og allt;o) Málið er það að ég gafst upp á því að tala við hana Kristínu hjá hússjóði Ö.B.Í og sendi bara meil á hann Sigurstein og fékk í framhaldi fund með honum og sagði honum frá öllum mínum samskiptum við Kristínu og hvernig hún var búin að koma fram við mig og það leið ekki nema sólarhringur frá því að ég hitti Sigurstein að Kristín hringdi í mig með skottið á milli lappanna og ég var búin að fá íbúð mánuði seinna. Og þar sem að við fengum þessa fínu íbúð að þá varð maður nottla að kaupa sér uppþvottavél og stuttu síðar keyptum við þvottavél líka, jess! Seldum nebblega Poloinn, þess vegna gat maður nú leyft sér þetta. Þórunn Emilía er orðin voða stór, enda varð hún 5 mánaða þann 10. mai, ekkert smá fljótt að líða mar. Hún er líka byrjuð í ungbarnasundi og er ekkert smá dugleg þar. En skvísan er farin að kalla á grautinn sinn núna, lofa framhaldi í kvöld eða morgun;o) Læt eina mynd af skvísunni fylgja í lokin.


Eða bara tvær;o)

(0) comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?