miðvikudagur, desember 28, 2005
Eignaðist yndislega og fallega stelpu;o)

Já gott fólk, þann 10.desember klukkan 09:55 fæddi ég fallegasta barn sem ég hef séð. Fæðingin gekk bara vel, enda voru Baldur minn og mamma með mér í þessu og stóðu þau sig með eindæmum vel í klappstýrudjobbinu.
Að öðru, þá fórum við hjónaleysin á spreðið í dag og fjárfestum í eins og einu stykki tölvu þannig að það gæti bara verið að maður kæmi sér í blogggírinn aftur;o)
Segjum þetta gott í bili, óver end át;o)