mánudagur, júlí 04, 2005
Obbosí
Ekki ein færsla frá mér í júní, frekar slappt finnst mér. Það er alla vega búið að vera nóg að gera hjá mér, nú er ég byrjuð að vera í dagvistinni aftur og er rosa dugleg, fer sko alltaf með þeim í sund á þriðjudögum og það má nú alveg fylgja með að sundtíminn byrjar klukkan 10:00 að morgni, þannig að ég þarf að vakna klukkan 9:00. Svo fer ég líka í dagvistina á miðvikudögum og föstudögum, aðallega til þess að fá heitann mat og svo má ekki gleyma spilatímanum sem er alltaf eftir matinn;o)
Af krílinu mínu er það að frétta að það stækkar bara og stækkar og "húsið" stækkar nottla með. Það eru svona skiptar skoðanir á því hvort fólki finnist ég vera með stóra, litla eða miðlungs bumbu miðað við meðgöngutíma, mér persónulega finnst ég vera í stærri kanntinum, ekki það að mér finnist það eitthvað slæmt, ég er bara voða montin af kúlunni minni og finnst hún voða sæt;o) Ég er búin að finna hreyfingar síðan ég var komin rúmar 13 vikur og eru þær búnar að aukast og styrkjast með hverjum deginum, þetta er alveg yndislegt;o) Ég get samt eiginlega ekki beðið þangað til að hann Baldur minn geti farið að finna hreyfingarnar líka, það verður vonandi ekki langt í það.
Ég og Baldur tókum smá tiltektaræði hérna í gær, það var vaskað upp, tekið til á stofuborðinu, eldavélin þrifin og flest föt sem ég var hætt að nota voru sett í svartann poka og svo toppaði ég þetta alveg og fór með pokann í Rauða kross gáminn á Sorpu í dag (oftast hefði pokinn sko bara beðið hérna heima þess vegna í nokkra mánuði). Svo fór ég til múttu í dag og óþverraði hana og Öddu aðeins, tókum sko 2 spil og ég vann bæði;o) Svo hélt nú brjálæðið áfram þegar ég kom heim frá múttu. Sá það nefninlega þegar ég kom inn til mín að heimaþjónustan hafði svikið mig í dag og ekki komið og þrifið hjá mér:o/ Var nú ekki alveg að fíla það, þannig að ég bara setti Queen á fóninn og hækkaði vel í "græjunum" og fór bara hamförum hérna um íbúðina, skúraði og tók baðherbergið nánast alveg í gegn, þannig að það má bara segja að það sé bara þokkalega fínt hjá mér núna;o)
Jæja þá, nú er ég að hugsa um að fara bara að lúlla mér svo ég geti vaknað í sundið á morgunn;o) Over And Out!
(0) comments
>
Af krílinu mínu er það að frétta að það stækkar bara og stækkar og "húsið" stækkar nottla með. Það eru svona skiptar skoðanir á því hvort fólki finnist ég vera með stóra, litla eða miðlungs bumbu miðað við meðgöngutíma, mér persónulega finnst ég vera í stærri kanntinum, ekki það að mér finnist það eitthvað slæmt, ég er bara voða montin af kúlunni minni og finnst hún voða sæt;o) Ég er búin að finna hreyfingar síðan ég var komin rúmar 13 vikur og eru þær búnar að aukast og styrkjast með hverjum deginum, þetta er alveg yndislegt;o) Ég get samt eiginlega ekki beðið þangað til að hann Baldur minn geti farið að finna hreyfingarnar líka, það verður vonandi ekki langt í það.
Ég og Baldur tókum smá tiltektaræði hérna í gær, það var vaskað upp, tekið til á stofuborðinu, eldavélin þrifin og flest föt sem ég var hætt að nota voru sett í svartann poka og svo toppaði ég þetta alveg og fór með pokann í Rauða kross gáminn á Sorpu í dag (oftast hefði pokinn sko bara beðið hérna heima þess vegna í nokkra mánuði). Svo fór ég til múttu í dag og óþverraði hana og Öddu aðeins, tókum sko 2 spil og ég vann bæði;o) Svo hélt nú brjálæðið áfram þegar ég kom heim frá múttu. Sá það nefninlega þegar ég kom inn til mín að heimaþjónustan hafði svikið mig í dag og ekki komið og þrifið hjá mér:o/ Var nú ekki alveg að fíla það, þannig að ég bara setti Queen á fóninn og hækkaði vel í "græjunum" og fór bara hamförum hérna um íbúðina, skúraði og tók baðherbergið nánast alveg í gegn, þannig að það má bara segja að það sé bara þokkalega fínt hjá mér núna;o)
Jæja þá, nú er ég að hugsa um að fara bara að lúlla mér svo ég geti vaknað í sundið á morgunn;o) Over And Out!