þriðjudagur, maí 31, 2005
Samarin.......
Fyrir ykkur sem ekki vitið hvað samarin er að þá er það duft sem maður hellir út í vatn og hellir síðan í sig til þess að losna við brjóstsviða og þetta er ekki gott. Ég er sem sagt að faraat úr brjóstsviða þessa dagana og ógleðin líka farin að gera vart við sig aftur:o( Ég hélt að þetta væri búið, en nei ekki ennþá. Fór í fyrstu mæðraskoðunina í morgun og fékk að heyra flottasta hjartslátt sem til er;o)
Baðherbergið hjá mömmu og pabba fer bráðum að verða tilbúið, bara eftir að flísaleggja gólfið (sem er sem betur fer ekki margir m2), klára innréttinguna, flísaleggja sturtuvegginn og tengja vatnið. Þannig að þetta er að verða voða fínt hjá þeim.
Jæja, látum þetta gott heita í bili;o)
P.s.
Bætti inn nýjum barnalandslink.
(0) comments
>
Baðherbergið hjá mömmu og pabba fer bráðum að verða tilbúið, bara eftir að flísaleggja gólfið (sem er sem betur fer ekki margir m2), klára innréttinguna, flísaleggja sturtuvegginn og tengja vatnið. Þannig að þetta er að verða voða fínt hjá þeim.
Jæja, látum þetta gott heita í bili;o)
P.s.
Bætti inn nýjum barnalandslink.
mánudagur, maí 23, 2005
Skamm, skamm ég.
Alveg er ég hræðileg, blogga bara um einhverjar framkvæmdir og óheppni og gleymi barasta að óska mínum heitt elskaða til hamingju með daginn. Til hamingju með 24 ára afmælið Baldur minn;o)
(0) comments
>
Alltaf er ég jafn heppin....
Sérstaklega þegar ég er að kaupa mér e-ð, nánast alltaf sé ég galla í því sem ég kaupi þegar ég er komin heim:o( Kallinn minn var voða sætur og fór með mig á laugardaginn að kaupa á mig föt sem ég get notað næstu mánuðina, fundum buxur sem ég get notað bæði dags daglega og þegar ég er að fara eitthvað fínna, teygjanlegann hlýrabol og voða sætann langerma bol. Ókey, svo komum við heim, ég skelli mér í sturtu og fer í fínu fötin mín nema hvað þá tek ég eftir litlu gati á langerma bolnum. Akkuru getur maður ekki takið eftir þessu meðan maður er ennþá í búðinni???? Þannig að nú er næsta mál á dagskrá að fara í búðina og skila og fá nýtt, og sú flík verður sko sett undir smásjá.
Svo er allt á fullu í framkvæmdum í kringum mig. Ma & pa að taka baðherbergið í gegn hjá sér sem átti reyndar að gerast fyrir 5 árum síðan, en svona geta hlutirnir dregist og svo eru tengdaforeldrar mínir búnir að rífa niður eldhúsinnréttinguna hjá sér.
En jæja gott fólk, er að hugsa um að koma mér út og skipta bolnum;o) Leiter geiter.
(0) comments
>
Svo er allt á fullu í framkvæmdum í kringum mig. Ma & pa að taka baðherbergið í gegn hjá sér sem átti reyndar að gerast fyrir 5 árum síðan, en svona geta hlutirnir dregist og svo eru tengdaforeldrar mínir búnir að rífa niður eldhúsinnréttinguna hjá sér.
En jæja gott fólk, er að hugsa um að koma mér út og skipta bolnum;o) Leiter geiter.
miðvikudagur, maí 18, 2005
Smá Friendskönnun
You scored as Monica. The neat freak who would do anything for her friends. You're Monica, not always that popular but everyone loves you now.
Which Friend are you? created with QuizFarm.com |
Mömmu finnst ég ekki nein Monica í mér, ég er eiginlega alveg sammála henni;o)
Jæja, þá er komið að því......
Ef þið kíkið í albúmið mitt, þar sjáið þið ástæðuna fyrir bloggleysinu;o)
(0) comments
>
fimmtudagur, maí 12, 2005
*Ræsk*ræsk*
Ég veit, ég veit, ég er örugglega búin að eigna mér titilinn lélegasti bloggari EVER. Ég ætla ekki að fara að koma með einhverjar útskýringar eða afsakanir núna, það bíður seinni tíma.
En síðan ég bloggaði síðast að þá er ég búin að útskrifast úr skólanum og var ég bara þokkalega sátt við einkunnina sem ég fékk, ég fékk 7 fyrir heildina og 8,2 fyrir verklega. Svo eignaðist Steinunn vinkona litla sæta stelpu þann 23.04 sem hefur fengið nafnið Ólína og Elísa vinkona eignaðist sætann grák þann 03.05, en hann er ekki búin að fá neitt nafn ennþá þannig að ég kalla hann bara snúlla litla.
Ég var hjá mömmu áðan að gera augabrúnirnar hennar fínar fyrir tónleikana sem eru í kvöld, ég gat nottla ekki látið hana fara svona til augnanna sko. Hún er nefninlega með augabrúnir dauðans, það þarf að klippa þær (og þetta er ekki djók).
En jæja börnin mín stór og smá, ég er að spá í að láta þetta gott heita í bili. Óver end át;o)
(0) comments
>
En síðan ég bloggaði síðast að þá er ég búin að útskrifast úr skólanum og var ég bara þokkalega sátt við einkunnina sem ég fékk, ég fékk 7 fyrir heildina og 8,2 fyrir verklega. Svo eignaðist Steinunn vinkona litla sæta stelpu þann 23.04 sem hefur fengið nafnið Ólína og Elísa vinkona eignaðist sætann grák þann 03.05, en hann er ekki búin að fá neitt nafn ennþá þannig að ég kalla hann bara snúlla litla.
Ég var hjá mömmu áðan að gera augabrúnirnar hennar fínar fyrir tónleikana sem eru í kvöld, ég gat nottla ekki látið hana fara svona til augnanna sko. Hún er nefninlega með augabrúnir dauðans, það þarf að klippa þær (og þetta er ekki djók).
En jæja börnin mín stór og smá, ég er að spá í að láta þetta gott heita í bili. Óver end át;o)