fimmtudagur, mars 31, 2005
Jæja þá er ég búin að sættast við tölvuna.
En ég er reyndar ekki að pikka á mína, er að passa hjá Lilju þannig að ég fór bara í hennar tölvu. Reyndar man ég nú reyndar ekki alveg hvað ég var búin að vera að tjá mig þegar ég kippti tölvunni úr sambandi, en það var nú samt eitthvað um hvað það væri búið að vera mikið að gera hjá mér. Það var þarna einn föstudagur og laugardagur sem voru frekar bissý, á föstudeginum var ég að frá hádegi og til að verða hálf tíu um kvöldið og svo var ég með 2 farðanir á laugardeginum og svo var eitthvað meira blabla sem ég bara hreinlega man ekki.
Annars er ég bara búin að hafa það gott og það gengur ennþá bara mjög vel í skólanum og skólinn er líka bara alveg að verða búinn, það er ekkert smá sem að þessi blessaði tími líður hratt mar.
Að lokum svona smá "leit njús" þá bara verð ég að tjá gleði mína yfir því að Hildur Vala hafi unnið ædolið, hún var eini keppandinn sem EKKI átti feilkvöld alla keppnina.
En þá er ég að hugsa um að láta þetta gott heita í bili og kveð því bara þangað til næst;o)
(0) comments
>
Annars er ég bara búin að hafa það gott og það gengur ennþá bara mjög vel í skólanum og skólinn er líka bara alveg að verða búinn, það er ekkert smá sem að þessi blessaði tími líður hratt mar.
Að lokum svona smá "leit njús" þá bara verð ég að tjá gleði mína yfir því að Hildur Vala hafi unnið ædolið, hún var eini keppandinn sem EKKI átti feilkvöld alla keppnina.
En þá er ég að hugsa um að láta þetta gott heita í bili og kveð því bara þangað til næst;o)
sunnudagur, mars 20, 2005
Er fúl núna!!!!!!!!
Var búin að skrifa hér fullt inn, en svo þurfti brussan ég að standa upp og reif helv.... tölvuna úr sambandi í leiðinni, AAAAAAARRRRRRRG!!!! Þannig að ég barasta nenni ekki að skrifa þetta allt aftur núna, aldrei að vita hverju ég nenni á morgun.
(0) comments
>
þriðjudagur, mars 08, 2005
Nemendaviðtal
Já eins og ég sagði ykkur í gær að þá átti ég að fara í nemendaviðtal í gær í skólanum. Og við vorum allar teknar á eintal með kennaranum í gær og ég get sagt ykkur það að ég er búin að vera með sólheimaglottið fast á andlitinu síðan ég gekk út úr viðtalinu í gær, held meira að segja að ég hafi brosað hringinn meðan ég svaf líka;o) Þetta gekk sem sagt rosa vel og hún sagðist eiginlega ekki geta sett út á neitt hjá mér, mér hefði bara gengið vel í prófunum og ég væri mjög vandvirk og tæki öllum leiðbeiningum vel og það sem setti punktinnn gjörsamlega yfir i-ið var það að hún sagði að ég væri pottþétt ein af þeim sem hún myndi 100% treysta í verkefni;o) Þannig að ég er bara alveg ótrúlega ánægð með sjálfa mig og ég held ég megi bara alveg vera það eftir að fá svona dóma.
Jæja gott fólk, knús í krús;ox
(0) comments
>
Jæja gott fólk, knús í krús;ox
mánudagur, mars 07, 2005
Netið komið í lag hjá systu minni
Og þá ætti ég sko að getað bloggað aðeins oftar. Ég hef nebblega ekki verið í neinu bloggstuði þegar ég kem heim klukkan 11 á kvöldin, þannig að núna get ég níðst á tölvunni meðan ég er að passa litla kút.
Svo er nóg að gera hjá mér í málningarjobbinu, ég málaði mömmu og Guggu frænku á laugardaginn áður en þær héldu í afmæli hjá framkvæmdarstjóra Srætó B.S. og þær voru sko gegt flottar þó ég segi sjálf frá. Svo gerði ég sjálfa mig sætari líka þar sem mér var boðið í skvísupartý, það var alveg svaka gaman og svo fórum við á Hressó og ekki er hægt að segja að það hafi verið leiðinlegt þar. Síðan skutlaði Helga mér upp á Baldursgötu þar sem að kallinn beið eftir sinni heitt elskuðu, hehe. Svo er ég að fara að mála hana Ollu frænku á föstudaginn þar sem að hún er að fara að opna vefsíðu í Norrænahúsinu og svo fær systan mín líka make up fyrir árshátíðina sem hún er að fara á um kvöldið. Nú á laugardaginn eru það svo Ása vinkona og Helga mágkona sem eru líka að fara á árshátíð og þær verða nú líka að vera fínar;o)
Svo verð ég nú að fara að setja mynir í albúmið mitt, svona til að leyfa ykkur að sjá verkin mín. Í kvöld eru svo nemendaviðtal í skólanum og þá fær mar vonandi að vita hvort það er eitthvað sem maður þarf að laga eða jafnvel að maður fái að vita að eitthvað sé gott, ekki væri það verra.
Ég er búin að skemmta mér alveg konunglega vel að passa hann Mikael Orra, hann er alveg yndislegur. Núna er hann að horfa á uppáhaldið sitt sem er Söngvaborg 3, held að hann fái seint leið á þessari spólu. Byrjar alltaf að brosa og skríkja þegar maður setur Söngvaborgina í tækið.
En jæja, held ég láti þetta gott heita í bili.
Knús í krús gæs;o)
(0) comments
>
Svo er nóg að gera hjá mér í málningarjobbinu, ég málaði mömmu og Guggu frænku á laugardaginn áður en þær héldu í afmæli hjá framkvæmdarstjóra Srætó B.S. og þær voru sko gegt flottar þó ég segi sjálf frá. Svo gerði ég sjálfa mig sætari líka þar sem mér var boðið í skvísupartý, það var alveg svaka gaman og svo fórum við á Hressó og ekki er hægt að segja að það hafi verið leiðinlegt þar. Síðan skutlaði Helga mér upp á Baldursgötu þar sem að kallinn beið eftir sinni heitt elskuðu, hehe. Svo er ég að fara að mála hana Ollu frænku á föstudaginn þar sem að hún er að fara að opna vefsíðu í Norrænahúsinu og svo fær systan mín líka make up fyrir árshátíðina sem hún er að fara á um kvöldið. Nú á laugardaginn eru það svo Ása vinkona og Helga mágkona sem eru líka að fara á árshátíð og þær verða nú líka að vera fínar;o)
Svo verð ég nú að fara að setja mynir í albúmið mitt, svona til að leyfa ykkur að sjá verkin mín. Í kvöld eru svo nemendaviðtal í skólanum og þá fær mar vonandi að vita hvort það er eitthvað sem maður þarf að laga eða jafnvel að maður fái að vita að eitthvað sé gott, ekki væri það verra.
Ég er búin að skemmta mér alveg konunglega vel að passa hann Mikael Orra, hann er alveg yndislegur. Núna er hann að horfa á uppáhaldið sitt sem er Söngvaborg 3, held að hann fái seint leið á þessari spólu. Byrjar alltaf að brosa og skríkja þegar maður setur Söngvaborgina í tækið.
En jæja, held ég láti þetta gott heita í bili.
Knús í krús gæs;o)
þriðjudagur, mars 01, 2005
Update af fyrirlestri og fleira.
Við fórum sem sagt á fyrirlesturinn á miðvikudagskvöldið og verð ég bara að segja að hann var mjög fróðlegur. Ekki nóg með að hormónabreytingarnar á meðgöngunni hafa góð áhrif á okkur MS-konur heldur myndast önnur hormón á meðan brjóstagjöf stendur yfir sem hafa líka góð áhrif. Svo fannst mér líka gott að vita að reynslan hefur sýnt að við MS-konur þurfum ekkert frekar á keisara að halda heldur en hin "normal" kona því að fæðingarlæknirinn sagði að legið væri mjög sjálfstætt líffæri og gæti alveg séð um þetta sjálft, dæmi um það er að meðvitundarlausar konur hafa fætt börn. Þannig að það er bara allt sem mælir með því að MS-konur eigi börn og því fyrr því betra;o)
Á föstudagskvöldið pössuðum við litlu rúsínuna hann Mikael Orra sem var nottla bara gaman, fyrir utan það að ég held að ég hafi smitað hann af þessu ljóta kvefi sem heltist í mig á meðan við vorum að passa. Ekki nóg með að ég hafi smitað litla kút, heldur er ég búin að smita kallinn líka þannig að við liggjum bæði veik heima. Ég lét það nú samt ekki stoppa mig í að mála tengdamömmu mína á laugardaginn og gera smoky æfingu á mömmu á sunnudagskvöldið. Það var nebblega æfing með módel í skólanum á miðvikudaginn og þá var ég nottla ekki þannig að ég þurfti að gera þetta sem heimaverkefni. En ég er alveg búin að sjá það að ég hefði betur haldið mig bara heima. En Lonni hélt auðvitað áfram þessu útstáelsi og fór í skólann í gærkvöldi því að okkur var skipt niður á fimmtudaginn og átti sú sem að ég lenti með að æfa sig í dragförðun á mér í gær. Lonni litla gat auðvitað ekki látið það bitna á stelpunni að ég væri veik þannig að ég mætti. Það endaði nottla með því að hún gat ekki málað hægra augað því að það bara grét og grét, tárin bara vildu ekki hætta að leka.
Svo gat ég ekki haldið mig inni í dag heldur því að við þurftum að fara að skoða íbúð. Hún var ekkert smá flott by the way, en okkar heppni í íbúuðarmálum, það var allt of mikill munur á brunabótamati og söluverði. En nú er bara að krossa fíngur eða halda í þumlana(eins og Svíarnir segja) og vona að þessi tvö tilboð sem voru komin í íbúðina verði ekki samþykkt og að parið sem á íbúðina verði bara hreinlega að lækka verðið. En nú ætla ég sko að halda mig innandyra allan daginn á morgun, halda áfram að drekka 3gr af C-vítamíni á dag og vona bara að þetta fari að fara úr mér. Og svona for the record, þá fór ég ekki á kóræfingu í kvöld(hefði hvort sem er ekkert getað sungið) og enginn skóli heldur og þannig verður það líka á morgun og hana nú.
Þá held ég að ég láti þetta bara nægja í bili og kveð bara þangað til næst;o)
Kv. Lasarusinn.
P.S.
Mér finnst ekki sanngjarnt að ég sé veik AFTUR, það eru ekki liðnir tveir mánuðir síðan ég var veik síðast:o(
(0) comments
>
Á föstudagskvöldið pössuðum við litlu rúsínuna hann Mikael Orra sem var nottla bara gaman, fyrir utan það að ég held að ég hafi smitað hann af þessu ljóta kvefi sem heltist í mig á meðan við vorum að passa. Ekki nóg með að ég hafi smitað litla kút, heldur er ég búin að smita kallinn líka þannig að við liggjum bæði veik heima. Ég lét það nú samt ekki stoppa mig í að mála tengdamömmu mína á laugardaginn og gera smoky æfingu á mömmu á sunnudagskvöldið. Það var nebblega æfing með módel í skólanum á miðvikudaginn og þá var ég nottla ekki þannig að ég þurfti að gera þetta sem heimaverkefni. En ég er alveg búin að sjá það að ég hefði betur haldið mig bara heima. En Lonni hélt auðvitað áfram þessu útstáelsi og fór í skólann í gærkvöldi því að okkur var skipt niður á fimmtudaginn og átti sú sem að ég lenti með að æfa sig í dragförðun á mér í gær. Lonni litla gat auðvitað ekki látið það bitna á stelpunni að ég væri veik þannig að ég mætti. Það endaði nottla með því að hún gat ekki málað hægra augað því að það bara grét og grét, tárin bara vildu ekki hætta að leka.
Svo gat ég ekki haldið mig inni í dag heldur því að við þurftum að fara að skoða íbúð. Hún var ekkert smá flott by the way, en okkar heppni í íbúuðarmálum, það var allt of mikill munur á brunabótamati og söluverði. En nú er bara að krossa fíngur eða halda í þumlana(eins og Svíarnir segja) og vona að þessi tvö tilboð sem voru komin í íbúðina verði ekki samþykkt og að parið sem á íbúðina verði bara hreinlega að lækka verðið. En nú ætla ég sko að halda mig innandyra allan daginn á morgun, halda áfram að drekka 3gr af C-vítamíni á dag og vona bara að þetta fari að fara úr mér. Og svona for the record, þá fór ég ekki á kóræfingu í kvöld(hefði hvort sem er ekkert getað sungið) og enginn skóli heldur og þannig verður það líka á morgun og hana nú.
Þá held ég að ég láti þetta bara nægja í bili og kveð bara þangað til næst;o)
Kv. Lasarusinn.
P.S.
Mér finnst ekki sanngjarnt að ég sé veik AFTUR, það eru ekki liðnir tveir mánuðir síðan ég var veik síðast:o(