<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, febrúar 21, 2005

Bloggleti dauðans 

Já ég held að það hafi ekki farið fram hjá neinum sem að les bloggið mitt að hér er búin að vera leti í gangi. Reyndar er þessi tölva mín og netið eru ekki búin að vera að standa sig sem skyldi og svo er ég barasta ekki búin að gera neitt sérstakt. Er bara alltaf að passa flesta virka daga, í skólanum frá 19-23 mánudaga til fimmtudaga og svo rek ég nefið inn á kóræfingar á þriðjudögum, þannig að það er ekki mikið meira í gangi. Ég er reyndar búin að taka eitt próf síðan ég bloggaði síðast, það var í kvöldförðun og var hún Sveina gella módel hjá mér og held ég barasta að þetta hafi bara gengið vel hjá mér.
Á miðvikudaginn er ég reyndar búin að fá leyfi í skólanum og ætla að skella mér á fyrirlestur í staðinn um MS, þungun og fæðingu. Ég held að það verði mjög fróðlegt þar sem að rannsóknir sýna fram á að konur með MS sem að eignast börn eiga 70% líkur á því að verða betri í framtíðinni en þær sem að ekki eignast börn. Aldrei að vita nema ég gerist voða dúleg og bloggi þegar fyrirlesturinn er búinn, svona aðeins til að leyfa ykkur að fylgjast með.
Nú þarf ég alveg að fara að eignast stól til þess að geta farðað í, því að eftir því sem ég best get séð að þá á ég eftir að hafa nóg að gera og það er meira að segja byrjað að panta mann, ekki slæmt það;o)
En nú ætla ég að láta þetta gott heita í bili.
Yfir og út!

(0) comments

mánudagur, febrúar 07, 2005

Smá update;o) 

Jamm, það varð reyndar ekkert úr Sálarballinu sem ég var að spá í að fara á, en það stoppaði nottla ekki djammfríkina í að djamma. Ég og Baldur fórum í mat til tengdó og þá fóru þau að tala um að það væri eitthvað partý í gangi hjá Lyfjadreifingu og við skelltum okkur auddað þangað og þar var alveg rosa stuð. Svo fórum við í partý til Atla og þar ætlaði kallinn minn að fá sér bjór, en nei, Lonni Björg var búin að drekka allann bjórinn(hehe). Sem sagt ég skemmti mér alveg konunglega.
Í gær fórum við svo í bollukaffi hjá Lilju frænku og þar var nottlega troðið í sig bollum og öðru góðu bakkelsi.
Í kvöld fór ég svo í mitt fyrsta prófið mitt í skólanum. Í kvöld var próf í brúðarförðun og ég held að mér hafi bara gengið alveg þokkalega. Hún Bagga mín var módel fyrir mig og vil ég bara þakka henni enn og aftur fyrir.
Annars er ekki mikið meira að segja frá núna þannig að ég bara kveð í bili.
Óver End Át;o)

(0) comments

laugardagur, febrúar 05, 2005

Byrjuð að vinna. 

Jæja þá held ég að það sé kominn tími á að skrifa alla vega nokkrar línur hérna.
Það var alveg gegt stuð í ammælipartýinu mínu og endaði það með því að ég fór í bæinn með Ásu, Dísu og Sveinu, Baldur fór á Baldursgötuna með Björgu, Tryggva, Atla og Kristínu. Við stelpurnar fórum á Hressó og þar var líka þessi brjálaða stemning. Um fjögurleytið kvaddi ég síðan stelpurnar(sem var reyndar bara Sveina þar sem að Á og D voru hvergi sjáanlegar) og fékk mér vöfflu í Vöffluvagninum og fór síðan upp á Baldursgötu til að hitta minn heitt elskaða, Björgu og Tryggva. Þau voru öll ennþá í góðum gír og við spiluðum smá piconary(veit ekki hvernig þetta er skrifað) og ég er ekki frá því að mar sé bara betri í þessu þegar mar er í glasi heldur en þegar mar er edrú. Og þarna vorum við til 6, voða gaman. Ég gleymdi reyndar að segja frá því að maðurinn minn bauð mér út að borða áður en geimið hófst. Við fórum á Friday's og fengum okkur þessi líka góðu svínarif, mmmmm. Svo fékk ég líka þvílíkt stóran koktel, hann var líka ógó góður.
Svo er ég nottla byrjuð að passa fyrir systur mína og það er ekkert smá gaman. Svo er ég líka á fullu í skólanum og gengur alveg svakalega vel og fyrsta prófið mitt er á mánudaginn, próf í brúðarförðun.
Í kvöld er ég að spá í að fara á Sálarball með Björgu, það er alltaf svo gaman á Sálarböllum, klikka aldrei.
En að Idolinu. Það var nú alveg komin tími á það að Brynja myndi detta út, en ég hélt reyndar alltaf með henni áður en Smáralindin byrjaði því að hún var ekkert smá góð í Austurbæ(og mamma hún verður 19 á þessu ári, varð bara að koma þessu að). Svo var dómnefndin hissa á því að Heiða væri í þremur neðstu, það er sko alveg greinilegt að þau voru ekki að heyra það sama og við heima í stofu. Svo er dómnefndin búin að hrósa henni svo mikið og segja að hún sé lang best o.s.f. að það eru margir sem að hugsa að það sé nú best að henda atkvæði á einhvern annan því að hún fái hvort sem er svo mörg atkvæði, þannig að ég held að þau séu búin að skemma soldið fyrir henni. Annars fannst mér nánast allir betri núna heldur en í síðustu viku.
En jæja gott fólk, ég er ekki alveg að nenna að skrifa meira núna. Þangað til næst, Óver End Át;o)

(0) comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?