<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, desember 28, 2004

Jæja, þá eru blessuð jólin komin og farin. 

Og vona ég að þið lesendur góðir hafið átt jafn góð jól og ég hef átt. Á Aðfangadag var Baldur minn hjá ömmu sinni og afa ásamt foreldrum, systur og frænda. Ég var hjá mömmu og pabba og þar voru einnig amma, afi, Lilja, Baldur og Mikael Orri og ekki má gleyma lille bror. Þetta var alveg yndislegt kvöld og þar sem að við vorum svona mörg í fyrsta skipti að þá sást varla í tréð fyrir pökkum. Ég fékk alveg geðveikt flottann hring sem er úr gulli og hvítagulli og með litlum steini frá mínum heitt elskaða og meðan ég var að opna pakkann frá honum hló familían bara af mér, ég roðnaði víst alveg niðr'í tær, að þeirra sögn. Svo fengum við margt fleira sem var bæði fallegt og nytsamlegt. Mikael Orri fékk að smakka aspassúpuna frægu sem að pabbi eldar alltaf á jólunum og honum fannst hún ekkert smá góð, hann bara gargaði á meira og meira, það endaði með því að mamma bara varð að hætta að gefa honum því að svona óreyndur malli þolir ekki að fá neitt mikið af nýrri fæðu í einu. Litli kallinn ætlaði sko heldur ekki að missa af sínum fyrstu jólum, hann harðneitaði að lúlla og ef hann slysaðist til að sofna þá var hann vaknaður eftir mesta lagi 10-15 min.
Á jóladag fengum við hangikjet hjá tengdó og á annan í jólum fengum við hangikjet hjá ma og pa, svo fórum við í jólaboð til ömmu í sveitinni og svo tók vinnan bara við hjá kallinum í dag. Þetta eru nottla alveg fáránlega stutt jól, mér finnst að fólk hefði átta að fá frí í vinnunni í dag líka, aðeins svona til að klára að melta matinn og svona. Svo ætlum við að vera í mat hjá tengdó á Gamlárskvöld og svo verður líklega haldið í einhvern gleðskapinn. Það verður allavega partý hjá Atla og svo er hún Dísa vinkona að fara að gifta sig á Gamlárs og það verður gleðskapur hjá henni fram eftir nóttu. Sem betur fer búa Dísa og Atli ekkert svakalega langt hvort frá öðru þannig að það ætti ekki að vera mikið mál að kíkja á báða staðina.
En jæja gott fólk, kannist þið eitthvað við það að ég hafi nokkurn tíma skrifað í síðustu línuna að ég ætti nú að fara að koma mér í bælið????? Ég held að ég hafi skrifað þetta nokkrum sinnum áður, þannig að ég ætla að koma mér í bælið og fara að lúlla í hausinn á mér. Góða nótt og sofiði rótt í alla nótt.

(0) comments

þriðjudagur, desember 21, 2004

Bráðum koma blessuð jólin..... 

Og ég er ekki enn búin að öllu, en eins og vitur kona sagði við mig í gær: "Jólin koma víst hvort sem maður er búin að taka til, skúra og allt það". Þannig að ég fæ víst engu ráðið um þetta. Ég var hjá systur minni í dag og var planið að baka, en nei það varð ekkert úr því (samt búin að hnoða í snicker's kökur). Ég er búin að lofa manninum mínum (sem b.t.w. var ekki ánægður með afrekstur dagsins) að ég verði alveg rosalega dúleg á morgun og klára að baka það sem ég ætlaði að baka.
Ég og Baldurinn minn erum næstum búin að kaupa allar jólagjafir, eigum bara eftir að kaupa fjórar og svo reyndar handa hvort öðru. En þetta hlýtur allt að bjargast fyrir aðfangadag. Úr einu í allt annað, að þá hefur minn yndislegi bróðir bæst í hóp bloggara og nottla kominn linkur á hann.
Men mine damer og herrer, nu gider jeg bare slet ikke mere. Óver End Át Gæs;o)

(0) comments

fimmtudagur, desember 09, 2004

Alveg brjálað að gera hjá mér núna. 

Það er sko búið að vera frekar mikið að gera hjá mér undanfarið og ekki er það að skána. Það var kóræfing í gær, svo aftur í kvöld, en þar sem að var líka kaffihúsahittingur hjá NYMS-urnum að þá var ég bara í klukkutíma á kóræfingu og svo beint á hitting á Café Milano (með smá viðkomu heima reyndar). Svo er æfing á laugardaginn líka, ég fer á tónleika til styrktar Eiríki Vernharðssyni á sunnudagskvöldið í Háteigskirkju, sjálf að syngja á tónleikum á máud.kvöldið, skírn á þriðjudaginn og svo aftur að syngja á tónleikum á miðv.dagskv. Og ekki má ég gleyma því að fara til hennar Ellu í lagfæringu á nöglunum á mánudaginn. Ég segi nú bara "sjitturinn mar" ég verð örugglega búin eftir þetta allt saman. Oh, svo verð ég að segja ykkur frá ógeðslega skondnu. Eins og áður hefur komið fram að þá var kóræfing kl. 18 í dag, nema hvað að ég kem þarna nánast á slaginu og skil bara ekkert í því að hún mamma mín er ekki mætt á svæðið, svo líður aðeins tíminn og ég bara að spjalla við Sillu og þá komumst við að því að mamma er búin að reyna hringja í okkur báðar þannig að Silla hringir í kellu og hvað haldiði, hún fór í Digraneskirkju og skildi bara ekkert í því að það var enginn á svæðinu. Þannig að mamma mín, ef þú lest þetta að þá vil ég bara minna þig á það að það er æfing í Digraneskirkju á laugardaginn kl: 10:00;o)
En jæja gott fólk, nú er kominn tími á að henda sér í bælið og fara að lúlla í hausinn á sér. Óver End Át;o)

(0) comments

miðvikudagur, desember 01, 2004

Soldið leimó par 

Og þá á ég sko við mig og Baldur. Hér sitjum við í föst við tölvur, ég við heimilistölvuna og hann við ps 2. Ég fann nebblega alveg geðveikt skemmtilegan leik á yahoo sem heitir Bejeweld 2, eini gallinn við hann að maður verður gjörsamlega háður honum. Ég var frekar fljót að ánetjast honum og þegar að það kom upp gluggi sem stóð í að ég þyrfti að kaupa leikinn ef ég ætlaði að halda áfram, að þá nottla var ég ekki lengi að ná í vísu frænku og pikka inn númerið svo ég gæti haldið áfram að spila. En nóg um þetta tölvutal í bili. Ég fór á Tupperware-kynningu í gærkvöldi hjá Sveinu og ég var svo stillt og prúð, skildi vísu frænku eftir heima í umsjá Baldurs (fékk nebblega skýr skilaboð um að ég mætti ekki kaupa neitt sko) og hvað haldiði, ég keypti................ ekki neitt, ekkert smá dugleg.
Lilja systir hringdi í mig áðan til að biðja mig um að passa prinsinn á morgun svo að hún geti þrifið og skreytt í friði og auðvitað gerir maður það. Manni veitir nú ekki af æfingunni svo að mar verði soldið ferskari í þessu barnastússi þegar að því kemur.
En jæja gott fólk, nú er svo komið að við tölvusjúklingarnir ætlum að hætta að tölvunördast í bili, þetta er nottla algjör bilun klukkan orðin 02:40. Þannig að ég segi barasta góða nótt og dreymi ykkur vel.

(0) comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?