<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, nóvember 29, 2004

Ein soldið löt 

Já, það er nú ekki hægt að segja annað en að ég hafi ekki verið mjög virk í bloggheiminum undanfarið. Reyndar var eitthvað klikkelsi á nettengingunni hjá mér, en aftur á móti er að verða komin vika síðan ég fékk tölvuna, þannig að það er greinilega búin að vera einhver krónísk leti í gangi hjá mér. Á föstudaginn var ég voða dugleg og bauð Elísu og Emilíu í mat og Idol-gláp. Ég töfraði fram þennan líka fína kjúlla "al a Lonni" og bjó til þessa fínu sósu með, sem ég by the way bjó til frá grunni, ekkert pakkasósu drasl sko. Í gær var okkur Baldri boðið í mat í Engihjallann og aftur í kvöld, þannig að ég fékk frí frá eldamennsku og uppvaski;o)
Ég setti mig líka í smá jólagír í kvöld þegar við vorum komin heim og þreif eldhúsgluggann bæði að innan og utan og setti jólaseríu í gluggann, þannig að það eru komin smá jól hérna hjá okkur á Sléttuveginum. Svo er á dagskránni að setja grýlukertaseríuna í stofugluggann á morgun og auddað verður glugginn þrifinn áður en ljósin fara upp.
Annars er ekki mikið annað að frétta héðan, þannig að ég kveð bara í bili og segi bara Óver end át;ox

(0) comments

laugardagur, nóvember 20, 2004

Ég er sko alveg á lífi;o) 

Málið er bara það að þetta blessaða internet hjá mér er eitthvað klikkað, ekki í fyrsta skipti *hvæs* og *urr*. En ég fór sem sagt með tölvuna og allt heila klabbið niður í Margmiðlun í dag og vonandi verða þeir búnir að fixa þetta á mánudaginn.
Svo verð ég nú að gorta smá. Þið sem þekkið manninn minn vel vitið að hann er tómatsósusjúkur og setur ALLTAF tómatsósu á hakk, en hvað haldiði, mér tókst að gera svo asskoti gott hakk á miðv.daginn að honum fannst hann bara EKKI ÞURFA TÓMATSÓSU! Takk fyrir takk.
Ég er búin að vera soldið með Lilju og Mikael Orra og vá hvað snúlli er að stækka. Hann bara stækkar og stækkar og er líka alltaf jafn mikil dúlla.
En jæja dúllurnar mínar, ég held ég sé búin að misnota tölvuna hans Atla nógu mikið í bili. Óver End Át ;o)

(0) comments

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Las Vegas here I come!!!!! 

Take the quiz: "Which American City Are You?"

Las Vegas
You Shine bright and partake in all the vices. You'd rather burn out then fade away.

Verð nú að segja það að ég er bara nokk ánægð með þessa útkomu. Svo kom líka í ljós að við mæðgur erum nett líkar því að hún er líka Las Vegas;o)

(0) comments

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Elísan mætt aftur til leiks;o) 

Og fagna ég því. Hún er nefninlega með asskoti góðan frásagnarhæfileika.
Tónleikarnir á sunnudaginn voru alveg fanta góðir (að mér fannst alla vega) og góð stemning í salnum og síðast en ekki síst að þá var ég miklu minna stressuð á seinni tónleikunum heldur en þeim fyrri. Ég og Baldur ætlum að skoða Sörlaskjólið aftur á morgunn eða hinn og ætlum þá að hafa vin tengdaforeldra minna með okkur, hann er nefninlega fasteignasali sko. Erum við ekki soldið útsmogin að hafa með okkur annan fasteignasala???
Ég er pínu sár út í þetta blogg-dæmi, ég vil nebblega alltaf stilla textann sem ég skrifa á justify, en það er bara horfið *sniff*sniff*
Núna er ég að bíða eftir að hún mammsan mín sé búin að vinna svo að við náum nú að óþverrast aðeins áður en við förum á kóræfingu. Við komum örugglega heim eftir æfingu syngjandi jólalög, því að nú byrjum við að æfa jólalögin á fullu, held að jólatónleikarnir eigi að vera þann 15. eða 16.des í Hallgrímskirkju.
En jæja óver end át í bili;o)

(0) comments

laugardagur, nóvember 06, 2004

Tónleikar 1afstaðnir...... 

...og vel heppnaðir að ég held. Mitt fólk(og auðvitað mömmmu líka) sem voru Baldur minn, Lilja Bryndís, amma og afi þurftu endilega að ná sér í sæti í fremstu röð, sem mér fannst EKKI gaman þar sem að þetta voru mínir fyrstu tónleikar í LANGAN tíma. En alla vega að þá finnst ömmu minni tónlistin alltaf svo falleg að hún grætur alltaf á svona tónleikum og ég er svo viðkvæm fyrir því að sjá fólk gráta að ég fæ alltaf kökk í hálsinn líka og þá er svolítið erfitt að koma einhverjum tónum út úr sér. Svo lenti ég líka í því að ég bara var að fara úr skónum og notaði auðvitað tækifærið þegar að Andrea var að syngja svo að það bæri sem minnst á því, sem það gerði því að Lilja, amma og afi tóku ekki eftir því en auðvitað tók maðurinn minn eftir því. Þannig að það er greinilegt að hann horfði mest allan tímann á konuna sína,hehe.
Svo fórum við að skoða íbúð í dag í Sörlaskjólinu og hún var ekkert smá flott, og ekki skemmir fyrir að ísskápurinn og uppþvottavélin munu mjög líklega fylgja með. Þannig að nú er bara að sjá hvað gerist, kannski gerum við tilboð, aldrei að vita.
Nú ætla ég að láta þetta gott heita í bili, læt ykkur vita hvernig tónleikarnir á morgun fara. Óver End Át Gæs!!! ;o)

(0) comments

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Nu är jag trött 

Já ég er sko þreytt núna. Líka búið að vera bilað að gera hjá mér og brjálæðið ekki búið enn. Á ennþá eftir að fara í neglur og syngja á tvennum tónleikum. Var nottla á æfingu í kvöld eða eiginlega meira generlalprufu, Andrea Gylfadóttir og hljómsveitin voru líka. Þetta verða líka alveg æðislegir tónleikar og þið ykkar sem viljið kíkja getið komið í Hafnarborg á sunnudagskvöldið og keypt ykkur miða, tónleikarnir byrja kl: 20:00 þannig að það er gott að vera komin tímanlega.
En annars voða lítið að frétta héðan, ekkert að gerast í íbúðarmálum og allt bara rólegt svona á milli;o)
Óver End Át í bili;o)

(0) comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?