fimmtudagur, október 28, 2004
Það liggur við að mar sé komin með sigg á rassinn
Var nefnilega á aðalfundi Öryrkjabandalagsins í gær og það má eiginlega segja að ég hafi setið á rassinum frá 16:30 til rúmlega 22. Annars var þetta bara mjög góður fundur og ekki skemmdi kvöldmaturinn sem boðið var upp á fyrir. Við fengum skötusel og þvílíka nammið *smjatt*, ég held barasta að skötuselurinn skjóti kjöt í karrý ref fyrir rass á listanum yfir besta matinn. Jæja mamma mín nú skal ég hætta að dásama skötuselinn svo að þú byrjir ekki að slefa yfir lyklaborðið, en hann var alveg gegt góður.
Svo er bara næsta mál á dagskrá að henda sér í hleðslu fyrir laugardaginn og bara alla næstu viku. Laugardagurinn er huge eins og kom fram í síðasta bloggi, ekkert að gera sun. og mán. sem betur fer. Á þriðjudaginn fer ég til hennar Sollu minnar í litun og klippingu og strax eftir það á kóræfingu, á miðvikudaginn fer ég til Ellu minnar í neglur og á fimmtudaginn eru tónleikar OMG. Verð að viðurkenna að ég er orðin pínu stressuð en það hlýtur að renna af mér.
Ég verð nú að segja það að stundum efast ég nú um það að ég sé með ADSL-tengingu. Stundum nær mar engu sambandi við netið og stundum er það svo slow að það hálfa væri nóg. Ég er ekki alveg að fíla þetta sko, getur stundum alveg gert mig gráhærða.
En jæja, ég verð víst að fara að henda mér í einhverjar spjarir(var að koma úr sturtu sko) því að það er að koma til mín kona og taka eitthvað viðtal við mig út af verkefni sem hún er að gera í Háskólanum. Þannig að þetta verður ekki lengra að sinni. Óver End Át Folks;o)
föstudagur, október 22, 2004
Bloggeddíbloggblogg;o)
Eins gott að blogga aðeins núna mar. Því að þótt svo að ég sé ekki að vinna, að þá er bara soldið mikið að gera hjá mér á næstunni skal ég segja ykkur. Brjálæðið heftst allt á þriðjudaginn með húsfundi kl: 13:00, svo er auddað kóræfing kl: 17:30. Á miðvikudaginn er svo alalfundur Ö.B.Í. (ég er aðalfundafulltrúi þar fyrir MS-fél). Á fimmtud. og föstudag þarf ég svo bara að vera í "hleðslu" fyrir laugardaginn því að hann er sko HUGE, kóræfing frá 9:00 til 12:00, aðalfundur MS-félagsins kl: 14:00 til eitthvað (getur verið stuttur, en getur líka verið MJÖG langur) og svo er afmæli hjá bróður ömmu hans Baldurs, þannig að það verður nóg að gera þann daginn hjá mér. Og svona heldur þetta bara áfram hjá mér til 7. nóv "phjúff", bara farin að svitna við tilhugsunina.
Fór til mömmu í dag og þar voru Lilja Bryndís og litli kútur og ég tók alveg fullt af myndum af sætasta gráknum sem eru að sjálfsögðu komnar inn á barnalandið. Svo tókum við nottla einn óþverra og látum bara þar við sitja því að það er algjör óþarfi að vera að fara út í einhverjar umræður um hver vann og svoleiðis.
En nú er ég að hugsa um að láta þetta nægja í bili dúllurnar mínar og ég skal reyna að láta í mér heyra bráðlega;o)
Óver End Át gæs",)
mánudagur, október 18, 2004
Brrrrr!
Og ég endurtek það, brrrrrrr. Það er búið að vera alveg ÓGEÐSLEGA kalt í dag og í gær líka, ekki gott fyrir kroppinn minn. Verð öll stíf og asnaleg.
Við fórum í afmæli til Bjargar og Katrínar á laugardaginn og smáréttirnir sem voru í boði voru ekkert smá góðir. Maður sat nottla nánast alveg við borðið og gat því alltaf verið að laumast í matinn án þess að fólk tæki eitthvað sérstaklega eftir því, svona getur maður verið útsjónasamur sko. Vorum reyndar bara voða róleg á því, komin heim milli 1 og 1:30. Svo buðu Lilja Bryndís og Bildur í kaffi í gærkvöldi. Þangað mættu ég, Boldur, mamma, pabbi, Örn Aron, amma, afi og Hlín (mágkona mömmu) og amma bakaði auddað pönnslur fyrir fólkið. Ömmur gera svo góðar pönnslur, ekki get ég bakað svona pönnslur eins og ömmur gera:o( Litlli kútur dafnar eins og best verður á kosið, algjör rúsína og ég er sko bestasta flænkan, hehe.
En jæja dömur mínar og herrar, þá er bara komið að því..........
Óver End Át í bili krúttin mín;o)
þriðjudagur, október 12, 2004
Ég sé út! Jibbýkóla!!!!!!!!!!!!
Verð bara aðeins að monta mig sko. Ég tók mig nebblega til áðan og þvoði stofugluggana mína að utan og þeir eru ekkert smá fínir hjá mér. Ég verð reyndar að viðurkenna það að ég er búin að horfa á þessa blessuðu glugga í þónokkuð langann tíma og hugsa: Jæja nú verð ég að fara að þrífa þá, þeir eru ógeðslegir. En eins og máltakið segir að þá gerast góðir hlutir hægt, ekki satt og nú er ég búin að afreka það að þrífa þá;o) Reyndar verð ég að monta mig aðeins meira þannig að ef fólk er viðkvæmt fyrir monti, þá myndi ég bara ráðleggja þeim að stoppa hér. En málið er það að ég komst að því á laugardaginn að ég get labbað á tánum vúhú, en það er hlutur sem ég hef ekki verið fær um að framkvæma í rúmlega 3 ár. Þannig að núna geng ég ekki um nema á tánum hehe, kannski ekki alveg en mér finnst voðalega gaman að vippa mér upp á tær og taka eins og nokkur skref þannig. Nú er allt mont búið í bili þannig að montfælna fólkið getur byrjað að lesa aftur, hehe.
Annars er voða lítið annað fréttnæmt hérna nema ég gæti nú upplýst ykkur um það að hún móðir mín í kví kví ætlar að líta hér inn áður en við förum á kóræfingu og ætli við fáum okkur ekki gott kaffi og spilum eins og einn óverra. Jæja þá er ég að spá í að kveðja í bili, þangað til næst segi ég bara Óver End Át;o)
sunnudagur, október 10, 2004
Jamm og já.
Ég kíkti inn á bloggið mitt áðan til þess að lesa önnur blogg og hvað haldiði, ég var nr. 3333 ekkert smá kúl. Í gær tróð ég mér og Baldri í mat til mömmu og pabba í svínabóg, sem b.t.w. var geggjað góður. Svo fórum við aðeins heim svo að ég gæti sett á mig smá andlit, svo var leiðinni haldið í innfluttningspartý hjá Erlu frænku Baldurs og hennar manni. Þar var voða gaman, battlað í Sing Star og svona. Við vorum reyndar frekar róleg á því og bara komin heim um hálf tvö. Held að við höfum algjörlega tekið þetta út síðustu helgi, þá vorum við að til að verða sjö takk fyrir. Svo átti ég líka að mæta í Kramhúsið kl. 13:30 í dag með kórnum til að læra smá magadans og svona og ég skemmti mér bara alveg konunglega. Og ég get sagt ykkur það að ég, jafnvægislausa manneskjan var ekki verst á staðnum og er ég mjög stolt af því. Eftir magadansinn fór ég til ömmu og afa Baldurs og þar fékk mar nottla þessar fínu veitingar og heitt kakó með sem var ekki slæmt. Svo var haldið til tengdó og þar fengum við æðislegan lambahrygg og tilheyrandi meðlæti.
En nú er komið nóg í bili dúllurnar mínar og kveð ég að sinni.
miðvikudagur, október 06, 2004
Greiðslumatið komið
Anna María þjónustufulltrúinn minn í bankanum hringdi í mig um klukkan 17 í gær og sagði mér að greiðsumatið hefði verið að detta inn og ég gæti komið í dag að ná í það, sem ég nottla gerði. Er bara sátt við þetta mat, við megum kaupa fyrir 14,6 m.kr, ekki slæmt það. Við ætlum reyndar ekki að fara svona hátt, förum í mesta lagi í 12 m.kr. Fór líka á kóræfingu seinnipartinn og það var auddað svaka gaman eins og alltaf.
Ekki meira frá mér í bili, löngu komið fram yfir háttatíma og sonna.
Good night, sleep tight and don't let the bad bugs bite!
(0) comments
>
Ekki meira frá mér í bili, löngu komið fram yfir háttatíma og sonna.
Good night, sleep tight and don't let the bad bugs bite!