<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, september 30, 2004

Arg!!!!!!!!!!!!!!!! 

Arg og aftur arg og urr líka bara svona til að hafa það með. Ég og Baldurinn minn ætluðum á fullt í dag og skoða íbúðir og hvað gerist? Jú það er búið að selja íbúðirnar sem við vorum mest spennt fyrir, alveg f**** týpískt. Við vorum ekkert smá spæld. Skoðuðum reyndar eina íbúð í kvöld og það var ekkert smá blátt áfram týpa sem á þessa íbúð, við eiginlega bara hlógum þegar að við komum út í bíl eftir að hafa skoðað. Áður en að hann sýndi okkur geymsluna sagði hann: "Geymslan er reyndar ógeðslega ljót sko" svo sýndi hann okkur þvottahúsið og ekki var lýsingin á því skárri. Þetta var nottla í gömlu húsi og veggirnir voða hráir og hann sagðist nú aldrei hafa lagt í að kíkja inn í einhverja holu sem var í veggnum og allt var þetta í þessum dúr. Soldið furðuleg týpa, get ekki sagt annað, en skondinn samt. Svo er á dagskránni að fá að skoða aðra á morgun, ef ekki tvær. Þannig að það er aldrei að vita hvað gerist. Eins og ég hef oft sagt áður að þá vona ég bara að það gerist eitthvað sem fyrst, ég er að verða geðveik hérna og til þess að bæta gráu ofan á svart að þá hef ég ekki hugmynd um það hvernig ég get nálgast þvottapeninga í þessu húsi hérna. Húsvörðurinn er eins og áður hefur komið fram hættur og það er n.B. ekki búið að tilkynna það formlega og mar vill nottla ekki vera að ónáða fólk, þannig að ég barasta veit ekki neitt. En nóg af þessu rausi hér í bili því að nú ætlar litla stúlkan með eldspýturnar að fara í háttinn. Góða nótt gott fólk;)

(0) comments

þriðjudagur, september 28, 2004

Þá er mar búin að sofa. 

Þá er ég loksins vöknuð og meira að segja búin að gera nokkra hluti líka. Ég og Baldurinn minn fórum af stað fyrir hádegi í gær og redduðum þeim plöggum sem upp á vantaði til þess að geta farið í greiðslumat og nú er það allt klappap og klárt, bara að bíða þangað til að bankamennirnir eru búnir að reikna þetta út fyrir okkur. Kíkti líka á Lilju og llitla kút og ég get svo farið fyrir það að barnið stækkaði á þessari viku sem ég sá hann ekki. Svo brosti þessi elska til flænkunnar sinnar, oh það var svo sætt. Síðan kíkti ég líka aðeins á mömmsuna mína.
Já, svo var eitthvað fullt sem ég ætlaði að skrifa hérna á laugardaginn. Það var í sambandi við það að ég las á öðrum bloggsíðum að það stæði í Birtu að MND væri veikleiki en ekki sjúkdómur sem nær náttúrulega engri átt. Þetta minnir mig á að hér á árum áður hét MS ekki Multiple Sclerosis heldur "Móður Sýki", en það er sem betur fer komin leiðrétting á því öllusaman. Talandi um MND, að þá var ég líka að lesa hjá honum Guðjóni að þau séu að fara að gera mynd um sjúkdóminn og vil ég óska þeim góðs gengis í þeim efnum því að ég held að svona myndir geti virkilega hjálpað fólki.
En nú er ég að spá í að fara að koma mér í sturtu og eitthvað því að svo er kóræfing seinnipartinn, lalalala.

(0) comments

sunnudagur, september 26, 2004

Þyrnirósarsvefn. 

Ég held að ég fari bara alveg að ná henni Þyrnirós. Ég svaf eiginlega í allan gærdag og svo vakanaði ég um eitt leytið í dag og sofnaði svo aftur um 14:30 og vaknaði ekki fyrr en 17:30, öldin verður ekki lengi að líða með þessu áframhaldi.
Á morgun förum við svo í greiðslumat í bankanum þá getur mar sko farið að gera þetta af alvöru. Annars ekk mikið að frétta héðan, en það væri nú gaman að mar fengi eins og eitt lítið comment frá gesti nr. 3000.

(0) comments

laugardagur, september 25, 2004

OMG!!!! Það þyrfti að vera til e-ð millistig hérna. 

Þetta er bara ekki skondið sko. Er búin að vera með þvílíku munnræpuna og kjafta alla í kaf og svo í dag er allt önnur saga. Ég má ekki leggjast út af því að þá bara sofna ég án þess að ætla mér það og er varla að orka það að pikka inn á tölvuna, algjörlega handónýt. Þannig að eins og segir hér að ofan að þá bráðvantar eitthvað millistig á þessu, því að eins og þetta er núna að þá er þetta annað hvort beint til hægri eða vinstri, ekkert svona á miðjunni dæmi.
Nú held ég að ég sé alveg að sofna aftur þannig að ég held að það sé bara best að leggjast í bælið. Svo vona ég bara að ég muni allt sem ég ætlaði að skrifa hér inn næst þegar ég blogga.
Þangað til næst, hafið það sem allra best, ég er farin upp í rúm.

(0) comments

föstudagur, september 24, 2004

Út úr steruð og er að fíla það, hehe. 

Jæja þá, nú er ég búin að fá tvo skammta og svo er ég líka búin að drekka tvo bolla af rótsterku kaffi í kvöld og er bara frekar upp tjúnnuð. Mamma og Adda komu til mín í kvöld og óþverruðu mig soldið mikið. Við tókum tvö spil og mamma rúllaði svoleiðis yfir okkur Öddu í því fyrsta og svo rúllaði Adda öðru spilinu. Ekkert smá hvað mar lætur fara illa með sig, þetta er bara ekki hægt. Svo kom Baldurinn minn auddað til mín í gærkvöldi og svo aftur í dag, ekkert smá gott að fá hann svona í heimsókn. Það er nógu slæmt að geta ekki sofið við hliðina á honum í tvær nætur, og það yrði ennþá verra ef að mar gæti ekkert knúsað hann í rúmlega tvo daga.
Ég mætti á kóræfingu hjá Gospelsystrum á þriðjudaginn og ákvað bara að það yrði gott fyrir mig að mæta á söngæfingu x1 í viku og syngja soldið, því að ég fæ alveg rosalega mikið út úr því að syngja og er barasta ekki frá því að það sé allra meina bót að syngja.
Við Baldur erum að fara í bankann í greiðslumat á mánudaginn og þá getum við sko farið að leita af íbúð fyrir alvöru og þá fyrst verður gaman;) Jibbýkóla.
Svo er ég auddað búin að díla við næturvaktina um að setja síðasta skammtinn af sterunum upp hjá mér um 7:30 í fyrramálið þannig að ég geti farið heim rétt eftir hádegi í staðinn fyrir að komast ekki heim fyrr en seinni partinn, því að það þarf að láta steranna renna svo hægt í gegn hjá mér að þetta tekur alveg um 5 tíma að renna í gegn. Svo er ég líka búin að vera rosalega heppin með stofufélaga, ég er nebblega á 4 manna stofu. þegar að ég kom vorum við fjórar, þar á meðal 2 MS konur og svo fór ein MS konan heim e.h. og hin e.h. í dag, þannig að nú erum við bara tvær og rosa fín kona sem að liggur með mér.
Jæja góðir hálsar, ég held að það sé ekki um neitt annað að ræða en að drattast í bælið og taka eins og eina svefntöflu og fara að sofa í hausinn á sér enda klukkan löngu orðin háttatími, hún er nebbla 02:09, þannig að ég segi bara góða nótt.

(0) comments

þriðjudagur, september 21, 2004

Hehehehehe 

Tókuð þið eftir einu skiltinu sem að krakkarnir úr Hvaleyrarskóla voru með í fréttunum á sunnudaginn?? Þar stóð MENT ER MÁTUR, ég ætla rétt að vona þeirra vegna að þetta hafi átt að vera svona, því ef ekki að þá eru blessaðir unglingarnir illa staddir. Varð bara að minnast á þetta. En að allt öðru. Ég fer inn á St. Jó í fyrramálið til að fá smá stera þannig að það er aldrei að vita nema þið lesendur góðir fáið útúr sterað blogg frá mér að lesa, hehe. En svona til að róa fólk að þá er ég ekkert í mjög slæmum málum, bara búin að vera dofin vinstra megin á maganum og stundum í eyranu og svona, ekkert til að hafa neinar stórar áhyggjur af. Ég komst að því áðan þegar ég las bloggið hjá múttunni minni af hverju broskallarnir virka ekki, það er sem sagt út af því að vírusvörnin gaf víst aðvörunarljós við þeim, þannig að mar verður bara að bíða og sjá hvað verður. Ég er alveg sammála mömmu að þessir broskallar gefa blogginu smá svona karakter, og svo er það nottla alltaf sama sagan að þegar mar getur ekki gert eitthvað að þá langar mann aldrei eins mikið að gera það sem mar ekki getur gert. Eins og núna þá langar mig helst að nota alla broskallana sem eru inn á smilycentralinu.
Jæja þá held ég að það sé bara best að fara að koma sér í sturtu og kíkja svo niður í MS og fá slúður a.k.a. Séð og heyrt hjá henni Ragnhildi, því ekki get ég fengið það á föstudaginn þar sem ég verð tengd við slöngur og snúrur inni á St. Jó.
Hafið það sem allra best.

(0) comments

mánudagur, september 20, 2004

Jæja þá. 

Hér er búið að vera frekar rólegt bara. Fórum reyndar í svona bráðabyrða greiðslumat hjá félagsráðgj. á fimmtudaginn og komum bara vel út úr því, við megum kaupa fyrir 13,5mkr, ekki slæmt það. Þannig að nú er bara að drífa sig í að fara í bankann og klára þetta, við fórum nebblega áðan að ná í skattskýrslurnar okkar og svo erum við líka búin að finna launaseðla síðustu 3ja mánaða, þannig að það er bara bankinn eftir.
Við fórum líka á ameríska daga í búðinni sem að Íslendingum finnst svo gaman að versla í. Þar keyptum við Root Beer og það smakkast bara eins og tannkrem eða eitthvað hjá tannlækni, frekar furðó sko. En þarna fundum við líka RC cola, hver man ekki eftir því og auddað urðum við að kaupa svoleiðis líka og karamellupopp sem er mjög fínt. Við keyptum líka eins og einn stuttermabol á Baldurinn, hann er alveg fatalaus þessi elska.
Obbosí, ég sem ætlaði að setja einhverja fína mynd af Smilycentral svona í lokin þá er þetta bara horfið, kannski Baldurinn minn viti eitthvað.
Sí jú;)

(0) comments

miðvikudagur, september 15, 2004

Hvað er húsnæðisnefnd Ö.B.Í. að pæla?????? 

Það veit víst enginn nema þeir sem eru í húsnæðisnefndinni. Málið er það að ég bý í blokk sem að Ö.B.Í. á og maður er ekki látinn vita af einu eða neinu sem er í gangi. Þetta byrjaði með því að húsvörðurinn fór í sumarfrí, sem er bara fínt, ég meina hann á rétt á sínu fríi eins og allir aðrir. Það hefði bara verið í lagi að setja tilkynningu í póstkassa íbúa. Svo þegar að hann er búinn með sitt sumarfrí að þá fer hann í launalaust leyfi í mánuð, það frétti ég hjá konu húsvarðarins af því að ég var að kaupa þvottapeninga. Svo frétti ég það hjá nágrannakonu minni að húsvörðurinn sé hættur og það eigi ekki að ráða neinn í staðinn, það eigi bara að ráða eitthvað fólk til þess að koma og sjá um þrifin. Ég er ekki alveg að fatta hvernig þetta á að ganga upp þar sem að húsvörðurinn hefur gert meira en að þrífa, hann hefur séð um að fá iðnaðarmenn ef þess hefur þurft, selt þvottapeninga og margt fleira. Þannig að ég bara spyr: Hver á að sjá um allt hitt sem þarf að gera fyrir utan þrifin???? Mér finnst nú alveg lágmark að íbúar séu látnir vita þegar að svona er í gangi. Hvað finnst ykkur?
En að allt öðru. Núna lifum við Baldur ekki í eins mikilli synd og áður þar sem við erum búin að láta skrá okkur í óvígða sambúð, við verðum reyndar aðeins fátækari fyrir vikið þar sem ég mun missa heimilisuppbótina sem er 10. þús á mán. og svo verður eitthvað goggað í tekjutrygginguna mína. Við hefðum nú ekki gert þetta strax, en þar sem að við þurfum að vera skráð saman til þess að geta farið saman í greiðslumat var bara ekki annað hægt. Ég bara vona að við munum koma vel út úr þessu greiðslumati og að við finnum íbúð sem fyrst. Ég vil helst ekki vera hér lengur en til áramóta takk fyrir.
Svo gerðust þau undur og stórmerki að ég fór út að tjútta á laugardagskvöldið. Fór með Baldrinum mínum og Atla og ég skemmti mér alveg þvílíkt vel. Fyrst vorum við bara heima hjá Atla, svo fórum við á Kaffibrennsluna og svo á Nelly's. Það má nú segja það ég ég hafi tekið villtann dans með rentu á Nelly's, dj-inn spilaði nebblega Wild dances með Ruslönu og ég bara fór í þvílíka haminn sko. Baldur og Atli bara stóðu þarna og horfðu á mig eins og ég væri e-ð geðveik. Svo þegar að ég var búin að taka villta dansinn fórum við niður á Torg og ég fékk mér kebab og svo arkaði ég með minn kebab yfir í vöffluvagninn og varð að fá mér eins og eina vöfflu líka.
Well, adíos í bili.

(0) comments

fimmtudagur, september 09, 2004

Ekki mikið í gangi á þessum bænum. 

Eins og ég fyrirsögnin ber með sér að þá er ekkert þannig búið að vera í gangi hjá mér síðan síðast. Reyndar skoðuðum við íbúð í Garðastrætinu á mánud.kvöldið og hún var ekki í pöllum. Hún var mjög fín en okkur fannst klósettið ekki alveg vera að gera sig, það var út á miðju gólfi, soldið halló. Þannig að ég held að við munum ekki gera tilboð í hana. Svo að það er bara að halda áfram að skoða og skoða þangað til að við finnum e-ð sem að við fílum og höfum efni á. Í gær fór ég til mömmu og auðvitað var tekið í spilin, svo kom Lilja með litla kút og þá var nottla ekki hægt annað en að taka eitt spil í viðbót. Í dag kom Ása til mín og fór ég með henni í H&M því að hún var að sækja pöntun. Auðvitað þurfti ég að kaupa mér smotterí, ég keypti mér svona Snoopy hlýrabol og nærur í stíl og svo líka ógó sæta Snoopy sokka. Svo þegar við vorum búnar að versla lá leið okkar í Breiðholtið til Lilju og litla kúts, Ása var nebblega ekki búin að sjá hann, nema bara á barnalandssíðunni.
En út í allt aðra sálma. Þá komst ég að því í dag að sumt fólk á bara ekki að vera í umferðinni(hef reyndar nokkrum sinnum orðið vitni að því). Það var þannig að þegar ég var að keyra í H&M beygði ég af Háaleitisbrautinni inn á Listabraut(þar sem Verzló er) og þar á ljósunum er ein beygjuakrein(til að fara bak við Kringluna) og svo akrein til þess að halda áfram(ég var þar). Allavega, að þá er bíll á beygjuakreininni sem að bara hélt áfram og ég nottla lagðist á flautuna og ekkert hann bara hélt áfram eins og hann ætti götuna þetta fífl. Þannig að það sannar sig enn og aftur að það borgar sig alltaf að hugsa að það séu allir fífl í umferðinni nema maður sjálfur og vera með öll augun opin.
Þetta verður ekki lengra að sinni,
Pís Át.

(0) comments

sunnudagur, september 05, 2004

Loksins réðumst við í tiltektina. 

Já loksins réðumst við í tiltektina sem átti reyndar að vera löngu búin, en þeir sem að þekkja mig og minn mann þá finnst okkur ekkert gaman að taka til og eigum það soldið til að trassa það að taka til. Við erum reyndar ekki alveg búin, en kafla 1 er allavega lokið, sem var að koma bókhaldinu í lag og laga soldið til í geymslunni. Svo er nottla spurning hvenær þetta verður klárað, hehe. Vonandi sem fyrst bara.
Að öðru. Við skoðuðum tvær íbúðir í síðustu viku. Önnur var á Grundarstíg og var hún mjög flott, en öll í pöllum þannig að hún hentaði ekki fyrir fatlafólið mig. Hin sem við skoðuðum var á Nýlendugötu, alveg æðisleg, nema hvað að hún var líka öll í pöllum og svo þurfti líka að gera rosalega mikið fyrir hana en alveg rosalega rúmgóð og vel skipulögð. Svo er planið að skoða jarðhæð í Garðastræti á morgun og ég get sagt ykkur það að ef sú íbúð er líka öll í einhverjum djö..... pöllum að þá held ég að ég fríki gjörsamlega út!
Í dag fórum við í afmæliskaffi til ömmu og fengum nottla gott í gogginn. Svo voru Lilja, Baldur og litli kútur líka á staðnum og ég bara fæ ekki nóg af því að horfa á drenginn, hann er svooooooo æðislegur.
Held ég láti þetta nægja í bili. Pís át.

(0) comments

fimmtudagur, september 02, 2004

Nýjar myndir 

Vildi bara láta vita að hér er ég búin að sitja sveitt við að setja inn myndir frá Köben í myndaalbúmið. Fer svo til mömmu á morgun til að skanna inn rússíbanamyndirnar, þ.e.a.s. ef ég man eftir að taka þær með mér, hehe.

(0) comments

miðvikudagur, september 01, 2004

Komin heim, en ég held að toppstykkið hafi orðið eftir í Danaveldi. 

Komum heim á sunnudagskvöldið, fengum alveg ágæta flugferð fyrir utan ókyrrð í lofti yfir Færeyjum. Við gerðum alveg heilmargt á stuttum tíma í Köben. Á fimmtudaginn þegar við komum fórum við í Tívolí, það var ekkert smá gaman. Öll tækin og svona, ég er nebblega Tívolífrík, en mér leist ekki alveg nógu vel á fallturninn, þannig að ég slepti honum og satt best að segja sé ég soldið eftir því að hafa ekki bara látið á slag standa og drattast í hann, en ég fer bara næst. Á föstudeginum fórum við svo í Bakken og þar voru nottla slatti af tækjum sem við fórum í. Þar voru tvö tæki sem mar var ekki alveg að treysta sér í, annað tækið kallast Freak Out og hitt Doubble Shot sem er akkúrat öfugt við fallturninn, maður skýst upp í D.S en fellur í F.T. Á laugardaginn fóru mamma og pabbi með Örn Aron í Legoland, en ég og Baldur ákváðum bara að chilla pínu á þessum skemmtigörðum og löbbuðum Istegade fram og til baka og svo fórum við á Ráðhústorgið og fengum okkur öl og svo var allt strikið gengið og ein hliðargata af Strikinu. En fyrir þá sem hafa einhverjar áhyggjur yfir því að ég hafi kannski ofgert mér á öllu þessu labberíi að þá get ég glatt ykkur með því að ég var mjög gáfuð og lét Baldur sjá um að ganga meðan ég sat eins og prinsessa í mínum Rolls og lét Baldur bara keyra mig um. Á sunnudeginum fórum við með mömmu og pabba að skila bílaleigubílnum og þegar við vorum búin að því hittum við óvænt á Jónas vin mömmu og pabba sem býr í Köben og röltum okkur inn á pöb. Þá varð loksins úr því að við mæðgur duttum í'ða sko, það má eiginlega segja að þetta hafi verið svona örfyllerý. Við vorum orðnar vel við skál á innan við klukkustund, það var bara pantað hvert skotið á fætur öðru Downing Shots og við skemmtum okkur ekkert smá vel get ég sagt ykkur. Svo fór nú að líða að því að við Baldur þyrftum að leggja í'ann upp á völl, en það var nú ákveðið að fara í eins og eina ferð í viðbót í rússíbananum sem og við gerðum og það var geðveikt, ekkert síðra en í fyrsta ferðin. Maður hugsar alltaf "hvað er ég að hafa mig útí?" og svo bara gossar mar. Annars græddum við nú líka aukaferð frítt í rússíbanann og við vorum sko alveg þokkalega sátt við það. Ég á svo eftir að skanna inn myndir af okkur hjónaleysum í rússíbanaferð og setja inn í albúmið svo þið getið skoðað. Síðan komum við bara heim og ég var bara þokkalega skidefuld þegar ég lenti á frónni.
En ef við snúum okkur að seinnihluta fyrirsagnarinnar að þá er ég bara búin að vera heppin að hafa ekki gleymt sjálfri mér síðan ég kom heim. Á mánudaginn tók ég því bara rólega þangað til að ég fór út rétt fyrir fimm, ég gekk út og fór í lyftuna niður í bílageymslu og þegar þangað er komið fattaði ég það að ég gleymdi fjarstýringunni af hurðinni uppi, þannig að ég fór upp og náði í fj.stýringuna. Svo í lyftunni á leiðinni niður fatta ég að ég gleymdi gemsanum mínum líka, ég upp aftur. Svo þegar ég var loksins komin út í bíl fattaði ég að ég gleymdi myndum sem ég ætlaði að taka með, en ég bara nennti ekki að fara upp í ÞRIÐJA skiptið þannig að ég bara sleppti því. Svo var það í gær að ég fór í heimsókn til mömmu og pabba af því að Lilja og Baldur ætluðu að koma með litla kút í heimsókn. Þegar að ég var svo komin til mömmu fattaði ég það að ég gleymdi ÖLLU sem ég ætlaði að taka með mér, þ.e.a.s. myndavélinni minni, gömlu myndavélinni minni sem ég ætla að gefa Lilju og Baldri, tómum geisladiskum og myndunum sem ég gleymdi deginum áður. Ég bara spyr: "Hvað er eiginlega að gerast í toppstykkinu mínu???????"
Jæja þá er þetta bara orðið gott í bili Peace Group


(0) comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?