<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júlí 28, 2004

Ennþá með þessa ljótu flensu ARRRRG! 

Og búin að fá miklu meira en nóg get ég sagt ykkur. Ég er þvílíkt stífluð í nebbanum Messy Sneeze og í ennis- og kinnholum líka, it sucks! Er náttlega búin að vera með hausverkinn eftir því. Nú er ég búin að vera svona síðan á sunnudaginn og má þetta bara fara að verða búið because I'm Sick Of Thisog hana nú! Annars er hann Baldur minn búinn að vera æðislegur við mig eins og hann er reyndar alltaf Falling In Love 2hunny.
Jæja þá held ég að ég láti þetta gott heita í bili og skrifa meira þegar þessi flensa verður farin.
Pís Át! (0) comments

þriðjudagur, júlí 27, 2004

Stuð, stuð, stuð!!!!!! 

Við fórum í vinnupartý hjá Baldri og það var alveg rosalega gaman. Við vorum alveg að til 3 og svo vorum við svo heppin að Helga var á bíl, þannig að við fengum hana til þess að koma við á Hlölla áður en við fórum heim, namminamm. Á sunnudaginn sótti ég Örn Aron og fórum við og fengum okkur ís og fórum síðan og ætluðum að heimsækja bumbuna en þá var hún ekki heima, þannig að við heilsuðum bara upp á Baldur(bumbunnar) í staðinn. Síðan keyrði ég hann bara heim og fór sjálf heim. Var nebblega orðin eitthvað slöpp (ekki þynkuslöpp), heldur var ég bara komin með helv...... flensu, held að það sé allt mömmu að kenna ég fór nebblega til hennar á föstudaginn og þá var hún komin með einhverja flensudrullu. Dagurinn í gær fór í svefn og meiri svefn, algjör sleeping beauty. Fór síðan á læknavaktina í gærkvöldi og fékk pensilín og vona bara að það eigi eftir að fæla þessa flensu úr mér.
Annars er voða fátt í fréttum á þessum bænum, þannig að ég segi bara pís át!

(0) comments

laugardagur, júlí 24, 2004

Það bara gerðist ekki neitt! 

Það bara gerðist ekki neitt þegar ég prufaði að breyta um lit, en það er alltílæi. Því að þá varð ekkert litaslys, hehe.
En þangað til næst, pís át.

(0) comments

Jebbs, kominn tími á blogg. 

Jæja þá, loksins sest maður við tölvuna og pikkar e-ð inn á þetta blessaða blogg. Fór í jarðaför á miðvikudaginn og fór svo í afmæliskaffi á miðvikudagskvöldið. Á fimmtudaginn plataði Dídí mig í smá spil og um kvöldið fórum við Baldur ásamt Helgu á Gaukinn að sjá Dúndurfréttir og þeir voru bara alveg geðveikir. Í gær var svo bara góð afslöppun, Ása kom reyndar í gærkvöldi og við óþverruðumst aðeins. Í dag sváfum við skötuhjú vel frameftir og svo var haldið í Bónus og verslað í matinn. Svo eldaði ég náttlega og lét svo kallinn vaska upp híhí. Í kvöld skal svo haldið í partý hjá vinnufélögum Baldurs og býst ég því við að morgundagurinn fari bara í afslöppun.
Ég ætla að vona að þetta blogg verði í kei, því að ég var að prufa að breyta litnum á letrinu og hef ekki hugmynd um hvernig hann fer við litinn á bakgrunninum. Við bara vonum það besta.

(0) comments

mánudagur, júlí 19, 2004

Smokkaleikurinn. 

Jebbs mér var bent á smokkaleik sem er inn á leikur1.is og ég get sagt ykkur það að þessi leikur heltekur mann, lætur mann spila sig aftur og aftur og aftur. Ég er algjörlega húkt á þessum leik, alveg á fullu að skjóta smokkum úr byssunni til þess að ná öllum sæðisfrumunum og öllu því sem er þarna á sundi. Nóg um það og að öðru. Það er svo sem ekki búið að vera neitt rosalegt í gangi. Við buðum reyndar Helgu mágkonu í smá grill á laugardaginn og auðvitað sá Baldur um grillið Barbeque Á sunnudaginn kom Örn Aron til okkar og þegar að við skiluðum honum heim var okkur boðið í kjúlla í Grýtubakkanum, ekki slæmt það. Í dag er ég bara búin að vera tölvunördast eins og kallinn minn myndi orða það, og svo horfði ég auddað á Bóldið, Grannana, Tarzan, Sisco og Practice og svo varð mar náttúrulega að blogga smá svona áður en maður færi í háttinn. En mannen er farinn að kalla, segist ekki geta sofnað almennilega fyrr en ég er komin upp í til hans þannig að ég held að það sé best að fara að hætta þessu í bili.
 Peace Signout. (0) comments

laugardagur, júlí 17, 2004

Blessuð blíðan í dag. 

Búin að gera pínu soldið mikið síðan síðast. Á mið.vikud.kvöldið fór ég á Kaffi Milano að hitta nýgreinda MS-inga og það var svakalega fínt, við getum alveg gleymt okkur í kjaftagangi og þá ekkert endilega um MS heldur bara um allt og ekkert. Á fimmtudaginn fór ég í heimsókn til mömmu til að hitta Putte frænku mína frá Danaveldi, sem var mjög gaman því að ég hef ekki séð hana síðan ég var 9ára og það gera bara heil 17ár takk fyrir. Svo þegar hún var farin að þá keyrði ég múttu í vinnuna, fór svo heim setti í vél og vaskaði upp og svona, voða dugleg. Síðan var kominn tími að keyra Örn Aron á fótboltaæfingu og heim aftur að setja í þurrkarann og aðra vél og ganga frá uppvaskinu. Svo var þvotturinn bara kláraður með öllum tilheyrandi athöfnum. Svo var haldið í afmæli til Sigrúnar frænku og ég sótti Lilju í leiðinni og tók hana með, í afmælinu fékk mar auðvitað fullt af góðgæti til að gæða sér á. Í gær fór ég með henni Ásu að skoða gleraugu og eftir það fór ég að kíkja á íbúðina hjá Tryggva og Björgu. Síðan fórum við, ég, Baldur, Tryggvi, Björg og Atli á Eldsmiðjuna og fengum okkur í gogginn. Svo var bara haldið heim og farið að lúlla. Í dag er líka þessi bongóblíða og ég held að ég skelli mér bara út í sólina Sun
 
Þangað til næst Peace Signout. (0) comments

þriðjudagur, júlí 13, 2004

Komin tími á að blogga smá. 

Sorry hvað ég er búin að vera eitthvað löt undanfarið, en ég stefni nú á að reyna að bæta eitthvað úr þessu.
Allavega þá fórum við Baldur á fjölskyldumót hjá föðurættinni hans á laugardaginn. Fyrst vorum við bara að spá í að vera bara um kvöldið, en svo þegar við vorum búin að vera þarna í e-ð um 3 tíma stakk tengdamamma upp á því að við myndum bara slá þessu upp í kæruleysi og detta bara í'ða og auðvitað gerðum við það bara og það var alveg bullandi stuð. Síðan á sunnudeginum fyrst að við vorum nú þarna fyrir austan ákváðum við að kíkja í heimsókn í bústaðinn til ömmu og afa og þar fékk mar auddað kaffi og með því. Svo var bara brunað í bæinn um 17:30 og bara slakað á um kvöldið.
Í gær fór ég og hitti mömmsuna mína og í dag líka. Í dag fórum við fyrst til Olgu vinkonu hennar mömmu og fengum okkur smá kaffi með henni, síðan fórum við aðeins í heimsókn til Lilju "bumbu" og Baldurs. Þau eru búin að vera að mála og taka til svo að það verði allt tilbúið þegar að litli grákurinn kemur í heiminn og það fer sko að styttast í það skal ég segja ykkur. Sá litli er nebblega alveg búinn að skorða sig og í rauninni bara reddí til að koma þótt svo sónarinn segi að hann eigi ekki að koma fyrr en 6.ágúst. Lilja og Baldur fóru í dag og keyptu nokkrar samfellur á prinsinn, alleg ógó litlar og krúttulegar og ég verð nú bara að segja það að það braust út mjög hávær bjölluhljómur hjá mér, ég langa nebblega soldið í svona lítið
That's all folks, at least for now!

(0) comments

laugardagur, júlí 10, 2004

Smá blogg fyrir svefninn;) 

Í fyrsta lagi langar mig að nefna að ég fékk comment á yfirskriftina á blogginu mínu, Þetta var bara eitthvað sem mér datt í hug og var ekki meiningin að særa einn né neinn, þannig að ef ég hef sært einhvern með þessu að þá biðst ég afsökunnar á því hér og nú.
Jæja en að öðru að þá hef ég ekkert verið að gera neitt merkilegt síðan síðast. Við fórum í mat til tengdaforeldra minna á miðvikudaginn af því að tengdapabbi átti afmæli. Ég gerði bara ekki rassgat í bala í gær, nema hvað að Örn Aron litli bró kom til mín í pössun meðan pabbi var að vinna. Í dag fór ég niður í MS-heimili að borða og spilaði svo við Ragnhildi, Rósu og Val og Ragnhildur og Valur svoleiðis völtuðu yfir okkur Rósu á skítugum skónum. Síðan sníktum við Baldur mat hjá pabba og fórum síðan heim að þvo þvott, gegt dúleg. Þegar átti að fara að sækja úr síðasta þurrkaranum þá var kallinn bara sofnaður, haldiði að það sé nú. En hvað getur maður sagt, hann er nú bara karlmaður hehe. Neh, annars get ég ekki sett mikið út á þessa elsku, hann er mjög duglegur að hjálpa mér við heimilisstörfin.
Held það sé ekki meira í bili.

(0) comments

miðvikudagur, júlí 07, 2004

Þetta blogg verður nú örugglega einhverjir metrar á lengd, híhí. 

Jæja, þá er maður búin að vera í bústaðnum og fara í Veiðivötn og kallinn farinn að vinna aftur. Það er nú búið að gerast margt og mikið í mínu lífi síðan síðast. Á föstudaginn fyrir viku síðan fékk ég símhringingu frá Þjóðskrá og var mér þá sagt að loksins væri búið að skrá nafnið mitt rétt, þ.e.a.s. Lonni en ekki Lonní og svo var líka veitt leyfi til þess að bæta millinafninu Hansen hjá mér. Þannig að núna heiti ég Lonni Björg Hansen Sigurbjörnsdóttir, enginn smá romsa þar. En mig langaði að halda í ættarnafn ömmu minnar sem ég er skírð í höfuðið á, hún er nefninlega fædd Lonni J. Hansen en eftir að hún giftist afa tók hún hans nafn og er Egilsson í dag. Svo fórum við að kjósa og svo var verslað og pakkað niður og lagt af stað upp í bústað. Atli, Tryggvi og Björg komu rétt á eftir okkur og svo komu Þórey, Heiðar og Ása á laugardeginum og það var alveg þvílíkt stuð um kvöldið, keppt í Singstar og farið í pottinn og auðvitað vantaði ekki guðaveigarnar í hönd og maður var bara að til klukkan 4 um nóttina, ekki slæmt það. Svo fór fólkið á sunnudeginum og sumir voru lengur en aðrir sökum þynku, en við nefnum engin nöfn hér. Síðan komu Lilja "bumba", Baldur og Leila á mánudeginum og voru þau fram á miðvikudag. Svo var Lonni snilli að sjóða hrísgrjón á mánud. sem er ekki frásögufærandi, nema hvað að þegar að grjónin voru soðin (og n.B. að þá voru þessi grjón í poka) að þá ákvað Lonni að hella vatninu úr pottinum, nema hvað að þeir sem að þekkja mig vita það að ég er ekki með stærstu hendur í heimi og potturinn var kannski aðeins of stór í mínar hendur og auðvitað helltist sjóðandi heitt vatn yfir hendina og Lonni bölvaði. En hún ákvað samt að gera eina tilraun enn og hvað gerðist, jú það helltist aftur sjóðandi heitt vatn yfir hendina og er enn með krumpurönd eftir þetta. Mér datt auðvitað ekki í hug að taka bara pokann upp úr pottinum með gaffli áður en ég brenndi mig, nei ekki ég. Ég þarf alltaf að brenna mig oftar en einu sinni á hlutunum áður en að ég læri af þeim Svo komum við bara heim á föstudaginn, alveg endurnærð eftir sveitasæluna.
Á laugardagskvöldið fórum við í mat til Ásu og þar voru líka Dísa, Þórey og Heiðar. Við byrjuðum á að borða grænmetislasagna "al a Ása" og það er ekkert smá gott skal ég segja ykkur, eftir matinn horfðum við á vídjóið úr brúðkaupinu þeirra Þóreyjar og Heiðars, voða gaman að sjá þetta.
Á sunnudaginn fórum við á Metallica og ég sem ætlaði að vera svo klár og fara bara þegar að Metallica átti að byrja til þess að þreytast ekki of mikið í löppunum og það dugði ekki, damn. Ég var bara slatta þreytt og illt, en fyrir utan það voru þetta fínustu tónleikar.
Á mánudaginn skelltum við okkur upp í Veiðivötn á húsbílnum sem að tengdó eiga Þetta var voða fínt þótt svo maður hafi verið oggó svekktur yfir að fá engan fisk, en það gengur bara betur næst og það er allavega enginn möguleiki á því að maður komi með minni afla til baka næst þegar maður fer
Í morgun fór ég í beinþéttimælingu og er ekki glöð með útkomuna þar. Ég fór fyrir 1 og 1/2 ári síðan og var þá 85% í hrygg og 77% í mjöðmum og þar sem að ég hef ekki þurft að sitja í stólnum mínum neitt að ráði síðan í desember sl hélt ég að ég hefði bestnað en nei ég er verri núna en síðast, mældist 84% í hrygg og 74% í mjöðmum, ekki gott. En það kom reyndar eitt gott út úr þessu öllu saman, hún mældi sentímetrana mína og alltaf er ég að stækka, orðin 163cm ég hélt nebblega að ég væri bara 162cm.
Gleymdi að nefna það að litli bró var að keppa á Esso-mótinu á Akureyri og hann og hans lið lentu í öðru sæti og fengu líka bikar fyrir það að vera prúðasta liðið innan vallar sem utan, til hamingju með það strákar í KR.
Jæja þá, held að ég láti gott heita í bili, enda ekki búin að skrifa neitt lítið og svo er mannen min farinn að kalla til mín að ég sé tölvunörd. Sí j'oll leita!


(0) comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?