fimmtudagur, maí 27, 2004
Tölvan enn biluð, en stelpan kann sko að redda sér hehe.
Jamm, eins og ég segji að þá er tölvudruslan enn í viðgerð og hvað er þá annað til ráða en að kíkja bara í heimsókn til múttu minnar í kví kví og ráðast í tölvuna hennar til þess að geta bloggað.
Ég fór á Pixies í gær og það var alveg svaka gaman. Fór fyrst til Gerðar og sötraði eins og einn öl og spjallaði við stelpurnar og fékk líka miðana á Deep Purple, jei. Við fórum reyndar ekki fyrr en rétt fyrir níu því að við vorum búnar að heyra frá fólki sem fór á þriðjud.kvöldið að upphitunarbandið væri leiðinlegt, þannig að við nenntum ekki að hlusta á það.
Annars hef ég nú ekki verið að gera neitt sérstakt þannig að ég hef nú ekkert sérstakt að segja. Nema hvað að ég er búin að ákveða hvað ég ætla að gefa Baldri mínum í ammæligjöf. Við vorum eitthvað búin að vera að tala um að fá okkur grill, en ákváðum að láta það bíða. Þannig að ég ákvað bara að gefa honum "hálft" grill og kaupa hinn helminginn handa mér og hann var bara sáttur við það, svo að við fáum gasgrill um miðjan júní.
Ætli það sé ekki best að fara að koma sér heim og elda fyrir manninn.
Sí jú leiter
(0) comments
>
Ég fór á Pixies í gær og það var alveg svaka gaman. Fór fyrst til Gerðar og sötraði eins og einn öl og spjallaði við stelpurnar og fékk líka miðana á Deep Purple, jei. Við fórum reyndar ekki fyrr en rétt fyrir níu því að við vorum búnar að heyra frá fólki sem fór á þriðjud.kvöldið að upphitunarbandið væri leiðinlegt, þannig að við nenntum ekki að hlusta á það.
Annars hef ég nú ekki verið að gera neitt sérstakt þannig að ég hef nú ekkert sérstakt að segja. Nema hvað að ég er búin að ákveða hvað ég ætla að gefa Baldri mínum í ammæligjöf. Við vorum eitthvað búin að vera að tala um að fá okkur grill, en ákváðum að láta það bíða. Þannig að ég ákvað bara að gefa honum "hálft" grill og kaupa hinn helminginn handa mér og hann var bara sáttur við það, svo að við fáum gasgrill um miðjan júní.
Ætli það sé ekki best að fara að koma sér heim og elda fyrir manninn.
Sí jú leiter
sunnudagur, maí 23, 2004
Tölvan mín biluð, aftur ARG!!!!!
Djö, á þessu ekki að fara að linna???????? Fór með tölvuna í viðgerð um daginn og viðgerðarkallarnir vildu nú meina að það væri ekkert að henni og núna neitar hún að kveikja á sér enn eina ferðina. Þið verðið bara að fyrirgefa en ég er ekki alveg að fatta þetta. Annars er ég orðin miklu betri núna, jafnvægið nánast komið aftur og krafturinn líka þannig að ekki get ég kvartað. Ég er eiginlega bara alveg í skýjunum yfir þessu öllu saman. Svo má nú ekki gleyma aðalatriði dagsins sem er að hann Baldur minn á afmæli í dag, til hamingju með daginn elskan.
Núna erum við í heimsókn hjá mömmu og pabba og ég ákvað að nýta mér aðstöðuna og blogga smá hjá þeim
Ég held ég hafi þetta ekki lengra að sinni, þangað til næst.
Knús í krús
(0) comments
>
Núna erum við í heimsókn hjá mömmu og pabba og ég ákvað að nýta mér aðstöðuna og blogga smá hjá þeim
Ég held ég hafi þetta ekki lengra að sinni, þangað til næst.
Knús í krús
föstudagur, maí 21, 2004
Ég bara skil ekki hvað kom yfir mig????????
Þvílíka bloggræpan sem ég var haldin þessa daga sem ég var inni á St. Jó, en ég verð nú bara að segja það að ég kunni bara alveg nokkuð vel við að fá smá bloggræpu og ætla bara að vona að það komi svona andi yfir mig aftur. Ég er öll að koma til eftir sterana og sem betur fer fóru þeir mun betur í mig núna en síðast. Ég er allavega ekki búin að sofa 24/7 eins og ég gerði síðast, sem betur fer.
Annars held ég að "bloggandinn" hafi yfirgefið mig í bili, en ég er allavega búin að láta í mér heyra
(0) comments
>
Annars held ég að "bloggandinn" hafi yfirgefið mig í bili, en ég er allavega búin að láta í mér heyra
miðvikudagur, maí 19, 2004
Jæja loksins á leiðinni heim;)
Þá er litla stelpan loksins að fara heim eftir 2ja nátta dvöl á spítalanum og ég verð nú bara að segja það að ég hlakka eiginlega soldið til þótt svo að það sé ekki hægt að segja annað en að hér sé gott að vera. Ég hef reynsuna af því að liggja inn á bæði Lansanum og Borgó og þeir spítalar eru ekki með "tærnar" þar sem að St. Jó er með "hælana" í sambandi við hvað allt er persónulegt og heimilislegt hér í Hafnarfirðinum. En nú er lítið eftir að gera en að láta dekra aðeins við sig og láta baða sig áður en maður fer heim, það þýðir ekkert annað en að spara orkuna sína. Jæja er að fara í sturtu núna.
Sí jú leiter;)
(0) comments
>
Sí jú leiter;)
Sterar, sterar og meiri sterar!
Ef þetta væru nú sömu sterar og kraftakallarnir væru að nota væri ég sko orðin algjör massi, en þetta eru örruvísi sterar sem að minnka bólgurnar sem að myndast á mænunni og í heilastofni sem að við MS-sjúklingar erum frekar gjarnir á að fá. Annars var ég nú að komast að því áðan að það eru 9mg af alkahóli í þessum sterum sem ég er að fá, þannig að það má eiginlega segja það að ég sé á stanslausu fyllerýi hehe. Ég tók nú smá syrpu hérna í dag, það var nefninlega þannig að ég sofnaði ekki fyrr en milli 2 og 2:30 í nótt og var glaðvöknuð klukkan 6:50 í morgun takk fyrir. Svo ætlaði mín að leggja sig um 13:30 í dag og gat bara alls ekki náð að slaka nógu vel á inn í mér til þess að sofn og ég bara þurfti mjög mikið á því að halda. Ég gafst upp um 14 leytið og hringdi bjöllunni til þess að fá að tala við hjúkku og hún var svo góð að gefa mér eina litla sæta róandi svo að ég gæti nú slakað á og sofnað pínu og hvað haldiði, stuttu eftir að ég var búin að taka töfluna sofnaði ég alsæl. En sagan er ekki búin enn, því að eftir um 1.klst vaknaði ég við það að helv... teljarinn byrjaði að pípa og ég vaknaði auðvitað við það og sterarnir EKKI búnir, en teljarinn var stilltur á ný og ég ætlaði sko að sofan aftur. En nei, það var ekki möguleiki þar sem að það komu tvær konur í heimsókn til konunnar sem er með mér á stofu og þær töluðu svo hátt að það var ekki fræðilegur möguleiki fyrir mig að sofna aftur og þetta var nóg til þess að ég fór bara að hágráta og grét örugglega í korter, en Jóna Björg hjúkka var svo yndæl að hún settist hjá mér og talaði svolitla stund við mig og þá varð allt batra aftur. Eins og ég hef örugglega sagt áður að þá eru þær ALLAR með tölu alveg frábærar og ættu bara skilið að fá orðu fyrir störf sín hérna og ég meina þetta af öllu hjarta.
Jæja nóg um þetta. Hann Baldur minn var svo elskulegur að hann kíkti á mig í smá stund í morgun og færði mér pastabakka og meira pepsí max, ég verð nebblega alltaf svo svöng þegar ég er á sterum.
Síðan kom Adda aftur til mín í kvöld og auðvitað tókum við upp spilin, en ekki hvað. Ég get sagt ykkur það að ég tók hana sko í algjöra kennslustund í kvöld. Ég gjörsamlega rústaði henni í fyrsta spilinu, svo vann hún mig í öðru, reyndar ekkert stórt sko og svo vann ég hana í því þriðja þannig að leikar fóru 2-1 fyrir mér liggaliggalái.
En jæja dúllurnar mínar ég held barasta að það sé kominn svefntími á mig, klukkan er orðin ALLT OF MARGT og ég ÞARF að sofa eitthvað. Þangað til næst take care;)
P.S.
Mér þætti ekkert leiðinlegt ef að fólk sem les bloggið mitt væri duglegra að kommenta á mig. Það er alltaf gaman að lesa hvað fólki finnst;)
(0) comments
>
Jæja nóg um þetta. Hann Baldur minn var svo elskulegur að hann kíkti á mig í smá stund í morgun og færði mér pastabakka og meira pepsí max, ég verð nebblega alltaf svo svöng þegar ég er á sterum.
Síðan kom Adda aftur til mín í kvöld og auðvitað tókum við upp spilin, en ekki hvað. Ég get sagt ykkur það að ég tók hana sko í algjöra kennslustund í kvöld. Ég gjörsamlega rústaði henni í fyrsta spilinu, svo vann hún mig í öðru, reyndar ekkert stórt sko og svo vann ég hana í því þriðja þannig að leikar fóru 2-1 fyrir mér liggaliggalái.
En jæja dúllurnar mínar ég held barasta að það sé kominn svefntími á mig, klukkan er orðin ALLT OF MARGT og ég ÞARF að sofa eitthvað. Þangað til næst take care;)
P.S.
Mér þætti ekkert leiðinlegt ef að fólk sem les bloggið mitt væri duglegra að kommenta á mig. Það er alltaf gaman að lesa hvað fólki finnst;)
mánudagur, maí 17, 2004
Tölvan mín er biluð *snökt,snökt*
Já greyið litla tölvan mín bilaði fyrir helgi og er á tölvuspítala núna og ég fæ hana ekki aftur fyrr en í fyrsta lagi á morgun og seinasta lagi á fimmtudaginn, vona ég allavega. En ég er svo ljómandi heppin að stelpurnar hérna á spítalanum eru svo góðar að leyfa mér að komast í tölvuna hjá þeim, ég er nebblega búin að vera svo oft hérna að ég er komin í klíkuna, liggaliggalái.
Annars er ég nú ekki bún að gera nein ósköp síðan síðast. Við fórum reyndar aðeins til Atla á laugardagskvöldið til að fylgjast með Jónsa og ég verð nú bara að segja það að mér fannst þetta nú soldið leimó að hann skyldi ekki ná hærra en 19 sætið. Ég meina ég átti nú ekkert von á því að við myndum vinna en kommon, mér fannst gera þetta það vel að hann hefði alla vega átt að vera í 10-12 sæti. Síðan fór ég á tónleika með Gospelsystrum og Diddú og Jóhanni(leikara) í gærkvöldi og þeir voru alveg frábærir, nema hvðað að ég hefði nú viljað sjá soldið meira af Gospelsystrunum.
En að öðrum málum að þá virðist allt vera að fara í kúk og klessu á milli Ríkisstjórnarinnar og alþingismanna þessa daganna út af þessu blessaða fjölmiðlafrumvarpi. Ég held að Dabbi "kóngur"og Bjössi "dómur" séu búnir að skjóta sig í báða fæturna og svei mér ef þeir eru ekki byrjaðir að grafa eigin gröf líka. Þeir eru farnir að draga upp gamla e-mila og blanda blásaklausri dóttur forsetans inn í þessi pólítísku mál. How low will you go????? Ég bara spyr?
Ég man ekki hvort ég var búin að segja ykkur frá því að við Baldur erum búin að kaupa okkur nýtt rúm og þvílík sæla og fyrst að við vorum nú að kaupa okkur nýtt rúm ákváðum við að kaupa okkur nýja kodda líka, enda koddarnir sem við vorum með gjörsamlega ónýtir.
Jæja, nóg í bili því að Adda er komin og ætlar að óþverra mig pínu. Framhald síðar;)
(0) comments
>
Annars er ég nú ekki bún að gera nein ósköp síðan síðast. Við fórum reyndar aðeins til Atla á laugardagskvöldið til að fylgjast með Jónsa og ég verð nú bara að segja það að mér fannst þetta nú soldið leimó að hann skyldi ekki ná hærra en 19 sætið. Ég meina ég átti nú ekkert von á því að við myndum vinna en kommon, mér fannst gera þetta það vel að hann hefði alla vega átt að vera í 10-12 sæti. Síðan fór ég á tónleika með Gospelsystrum og Diddú og Jóhanni(leikara) í gærkvöldi og þeir voru alveg frábærir, nema hvðað að ég hefði nú viljað sjá soldið meira af Gospelsystrunum.
En að öðrum málum að þá virðist allt vera að fara í kúk og klessu á milli Ríkisstjórnarinnar og alþingismanna þessa daganna út af þessu blessaða fjölmiðlafrumvarpi. Ég held að Dabbi "kóngur"og Bjössi "dómur" séu búnir að skjóta sig í báða fæturna og svei mér ef þeir eru ekki byrjaðir að grafa eigin gröf líka. Þeir eru farnir að draga upp gamla e-mila og blanda blásaklausri dóttur forsetans inn í þessi pólítísku mál. How low will you go????? Ég bara spyr?
Ég man ekki hvort ég var búin að segja ykkur frá því að við Baldur erum búin að kaupa okkur nýtt rúm og þvílík sæla og fyrst að við vorum nú að kaupa okkur nýtt rúm ákváðum við að kaupa okkur nýja kodda líka, enda koddarnir sem við vorum með gjörsamlega ónýtir.
Jæja, nóg í bili því að Adda er komin og ætlar að óþverra mig pínu. Framhald síðar;)
mánudagur, maí 10, 2004
Gleymdi smá hehe.
Ég ætlaði nú líka að segja ykkur frá því að ég held að ég og mamma séum nánast að fara yfir um yfir litla gráknum sem býr í bumbunni á henni systur minni. Mamma er á fullu í heimasíðugerð á barnalandinu og ég óð að taka bumbu-myndir í hvert skipti sem að Lilja greyið kemur í heimsókn og svo eru þær settar með hraði inn á tölvuna og sendar með Fed-ex til mömmu svo að hún geti sett þær inn á barnalandið, hehe.
(0) comments
>
Jahérnahér, segi nú bara ekki annað!
Mamamaður bara þekkir þetta ekki, bara nýtt lúkk á þessu og allt. Þá er bara að vona að þetta virki og að maður hitti á réttu hnappana vegna þess að þetta lítur pínu örruvísi út, og eins og flestir vita by now að þá er ég ekki sú besta þegar við kemur tölvum. Jæja nóg um þetta, ég átti bara alveg fínasta dag í gær og var bara nokkuð brött. Lilja "bumbulíus" kom og óþverraði mig, eða ætti ég kannski að segja að ég hafi óþverrað hana
og svo kom Ása til mín í þeirri von um að fá að óþverra mig, en það fór eins fyrir henni og "bumbulíusi"
Svona getur þetta verið, stundum langar mann barasta að hætta að spila þennan bévítans óþverra en þá koma svona "victorymoments" og þá langar mann að spila og spila.
Þetta var dagurinn minn í gær og er voða litlu við að bæta nema hvað að hún Björg vinkona kommentaði á mig og var að gefa eitthvað í skyn að það hefði verið eitthvað í gangi hjá mér og Baldri mínum í sturunni í gær, en því miður Bagga mín að þá verð ég að hryggja þig með því að þessi sturtustund fór MJÖG siðsamlega fram. Og hana nú!
Knus og klemmer
(0) comments
>
Þetta var dagurinn minn í gær og er voða litlu við að bæta nema hvað að hún Björg vinkona kommentaði á mig og var að gefa eitthvað í skyn að það hefði verið eitthvað í gangi hjá mér og Baldri mínum í sturunni í gær, en því miður Bagga mín að þá verð ég að hryggja þig með því að þessi sturtustund fór MJÖG siðsamlega fram. Og hana nú!
Knus og klemmer
sunnudagur, maí 09, 2004
Öll að skríða saman..........loksins!!!!!!!!!
Og líka kominn tími til, þetta var enginn smá tími sem þetta tók. Maðurinn minn var svo góður að hann aðstoðaði mig í sturtu áðan og ekki veitti af get ég sagt ykkur, ég held svei mér þá að ég hafi skrúbbað tonn af skít af mér
og þetta var ekkert smá gott. Ég hefði bara viljað eiga baðkar, þá hefði þetta sko verið fullkomnað. Annars er ég alveg þokkalega "blankó" núna, veit eiginlega ekkert hvað ég á að segja. Ákvað bara að nota tækifærið og skrifa nokkrar línur meðan að kallinn fór út að keyra litla bílinn sinn. Any ways að þá var Lilja bumbulíus að bjalla á mig og er að koma hérna og óþverra mig aðeins
Take Care
(0) comments
>
Take Care
laugardagur, maí 08, 2004
Þvílíkt sem hægt er að sofa.
Ég get svo svarið fyrir það að ég held að ég sé búin að sofa fyrir heila mannsævi. Ég var í fínu lagi hérna á fimmtudaginn en svo í gær og í dag er ég bara búin að sofa, sofa, sofa soldið meira og sofa mikið meira, og ef ég á að vera alveg hreinskilin að þá er ég orðin soldið "þreytt" á að sofa svona mikið, ég verð kannski bara hressari á morgun. Ég sem ætlaði að gera svo mikið í dag. Ég ætlaði að fara með ástinni minni og kaupa nýtt rúm og svo græddi ég miða á Fimm stelpur.com og ég gat ekki notað þá, pínu svekkt. Þetta bíður bara betri tíma og þá verð ég vonandi VAKANDI en ekki SOFANDI, eins og ég er búin að vera.
Mér fannst voða gaman að sjá að ég er búin að fá komment á bloggið síðan 2. mai, þar var kona nokkur sem að hefur sömu skoðun á nýju auglýsingunni frá S.S., þannig að það er gott að vita að við hjúin hérna séum ekki þau einu sem heyrist að það sé verið að auglýsa "krabbameinslegið" lambalæri.
Það á nú ekki af þessari blessuðu fjölskyldu að ganga. Ég hringi í sakleysi mínu í mömmu á fimmtudagskvöldið og ætla bara svona að heyra hljóðið, þá segir hún mér það að Baldur (Lilju) hafi lent í vinnuslysi skömmu áður og pabbi væri að keyra Lilju upp á Slysó. Hann féll niður af 4m palli og slapp bara furðu vel miðað við þetta háa fall, brákaði aðra höndina, fékk 2 eða 3 skurði á höfuðið og svo auðvitað rispur og marbletti hér og þar. Þá er bara að vona að hann hafi þolinmæði í að sitja heima og láta sér batna
Ég er búin að ákveða það að ég ætli að vera orðin góð fyrir Júró sko, það er eitthvað sem er árlegur viðburður og ekki hægt að sleppa. Ég býst við að það verði partý á hjá Atla og maður er nú yfirleitt ekki svikin af því að fara í teiti til hans.
Nú er ég að spá í að fara og knúsa spúsa minn, hann á það nefninlega svo innilega skilið þessi elska.
Take Care
(0) comments
>
Mér fannst voða gaman að sjá að ég er búin að fá komment á bloggið síðan 2. mai, þar var kona nokkur sem að hefur sömu skoðun á nýju auglýsingunni frá S.S., þannig að það er gott að vita að við hjúin hérna séum ekki þau einu sem heyrist að það sé verið að auglýsa "krabbameinslegið" lambalæri.
Það á nú ekki af þessari blessuðu fjölskyldu að ganga. Ég hringi í sakleysi mínu í mömmu á fimmtudagskvöldið og ætla bara svona að heyra hljóðið, þá segir hún mér það að Baldur (Lilju) hafi lent í vinnuslysi skömmu áður og pabbi væri að keyra Lilju upp á Slysó. Hann féll niður af 4m palli og slapp bara furðu vel miðað við þetta háa fall, brákaði aðra höndina, fékk 2 eða 3 skurði á höfuðið og svo auðvitað rispur og marbletti hér og þar. Þá er bara að vona að hann hafi þolinmæði í að sitja heima og láta sér batna
Ég er búin að ákveða það að ég ætli að vera orðin góð fyrir Júró sko, það er eitthvað sem er árlegur viðburður og ekki hægt að sleppa. Ég býst við að það verði partý á hjá Atla og maður er nú yfirleitt ekki svikin af því að fara í teiti til hans.
Nú er ég að spá í að fara og knúsa spúsa minn, hann á það nefninlega svo innilega skilið þessi elska.
Take Care
fimmtudagur, maí 06, 2004
Komin heim.
Já þótt svo að það sé nú ekkert slæmt að vera á St. Jó að þá er nú alltaf best að vera heima hjá sér. Allavega að þá fór ég í 3 skammta af sterum núna og á svo að fara aftur þann 17. mai aftur í 3 skammta. En annars versnaði ég nú pínu þannig að ég verð víst að sætta mig við að nota stólinn í smá stund aftur, en ég er svo svakalega heppin að eiga svo góðan mann að hann tekur þessu bara alveg eins og þetta er. Hann kom meira að segja aðeins við heim úr vinnunni áðan til þess að kíkja á konuna sína og færa henni kleinuhring og kókómjólk áðan
ekkert smá góður þessi elska. Ég er nú líka dugleg að hrósa honum hvað hann tekur vel í þetta allt saman, enda á hann það alveg skilið. Svo ætlum við að fara fara í rúmaleiðangur um helgina því að það gengur eiginlega ekki alveg upp núna að við séum að sofa bara á dýnu á gólfinu, það getur verið pínu erfitt að koma sér upp af henni. Okkur hlakkar alveg rosa til að fá nýtt rúm
Núna þarf ég að fara að gera aðra tilraun til þess að vekja mömmu því að hún verður eiginlega að skutla mér með "kaggann" minn inn í hjálpatækjabanka og láta gera við hann, held að hann hafi laskast eitthvað á öllu þessu ferðalagi og náttúrulega lítilli notkun, hehe. Jæja þá í þetta sinn, þangað til næst take care
(0) comments
>
Núna þarf ég að fara að gera aðra tilraun til þess að vekja mömmu því að hún verður eiginlega að skutla mér með "kaggann" minn inn í hjálpatækjabanka og láta gera við hann, held að hann hafi laskast eitthvað á öllu þessu ferðalagi og náttúrulega lítilli notkun, hehe. Jæja þá í þetta sinn, þangað til næst take care
sunnudagur, maí 02, 2004
Jamm og já, það er nú ýmislegt sem maður veltir fyrir sér, hmmmmm??????
Já og einmitt á meðan ég var að skrifa þessi orð var auglýsing í imbanum um lambalæri frá S.S og ég bara get ekki að því gert að mér finnst alltaf verið að auglýsa "krabbameinslegið" lambalæri en ekki kampavínslegið eins og þeir segja víst. Ég er nú ekki ein um að misheyra svona því að allavega Baldur minn og fleiri heyra það sama. Svo þar sem að ég er sjónvarpsfíkill dauðans horfi ég auðvitað á nánast ALLT sem er í kassanum og þar á meðal er hinn fræga sápa The Bold and The Beautiful. Ég fer nú samt alveg að komast á það stig að ég verði að fara að taka mér smá pásu frá þessari ágætu sápu. Þetta er farin að vera svo mikil klígja að það er ekki eðlilegt. Ég meina er eðlilegt að ein kona giftist manni, eignist með honum börn, skilji svo við hann, giftist þá syni fyrrverandi mannsins, skilji við hann og er svo búin að trúlofast hinum syni fyrrverandi og þar af leiðandi bróður mannsins sem hún var gift síðast. Ég get svarið fyrir það, þvílík þvæla og svo horfir maður á þetta.
Annars er ég búin að vera soldið hölt upp á síðkastið og fer því inn á St. Jó í fyrramálið í stera, gaman, gaman. Jæja þá, nú er ég bara að drepa tímann og bíða eftir því að maðurinn komi heim með samlokuna mína og það verður líka spennandi að sjá hvort hann hafi keypt tóbak handa mér.
(0) comments
>
Annars er ég búin að vera soldið hölt upp á síðkastið og fer því inn á St. Jó í fyrramálið í stera, gaman, gaman. Jæja þá, nú er ég bara að drepa tímann og bíða eftir því að maðurinn komi heim með samlokuna mína og það verður líka spennandi að sjá hvort hann hafi keypt tóbak handa mér.
laugardagur, maí 01, 2004
Á Spáni er gott að djamm'og djúsa
Neh, ég segi nú bara svona auk þess hef ég ekki hugmynd um þetta þar sem ég hef aldrei komið til Spánar hehe. Allavega að þá hefur ekki mikið á daga mína drifið síðan síðast.
Það var bara týpískt föstudagskvöld hjá mér. Ása kom og horfði á Idolið með mér og mamma reyndar líka og þetta var bara hið besta kvöld. Annars tókum við nú einn óþverra fyrir háttinn og ég verð nú bara að segja það að maður er nú frekar aumur í rassinum eftir þetta kvöld og ég held að það líði langur tími þar til að við mamma spilum aftur við hana Ásu. Við höfum sjaldan eða aldrei orðið vitni af eins miklum sólókapli eins og hjá Ásu í gærkveldi, við vorum meira að segja sammála um það að það vantaði mikið uppá að hún Adda hefði spilað svona sóló og þá er nú mikið sagt.
Amma og afi kíktu aðeins við hérna í dag og komu með meðlæti með kaffinu, ekki slæm það. Svo hringdi Helga amma hans Baldurs og bauð okkur í mat sem var voða fínt, það er nebblega alltaf gott að losna við að fara í búð og kaupa í matinn og elda svo ekki sé minnst á hvað er FRÁBÆRT að losna við uppvaskið
Held barasta að ég láti gott heita í dag og kveðji að sinni.
(0) comments
>
Það var bara týpískt föstudagskvöld hjá mér. Ása kom og horfði á Idolið með mér og mamma reyndar líka og þetta var bara hið besta kvöld. Annars tókum við nú einn óþverra fyrir háttinn og ég verð nú bara að segja það að maður er nú frekar aumur í rassinum eftir þetta kvöld og ég held að það líði langur tími þar til að við mamma spilum aftur við hana Ásu. Við höfum sjaldan eða aldrei orðið vitni af eins miklum sólókapli eins og hjá Ásu í gærkveldi, við vorum meira að segja sammála um það að það vantaði mikið uppá að hún Adda hefði spilað svona sóló og þá er nú mikið sagt.
Amma og afi kíktu aðeins við hérna í dag og komu með meðlæti með kaffinu, ekki slæm það. Svo hringdi Helga amma hans Baldurs og bauð okkur í mat sem var voða fínt, það er nebblega alltaf gott að losna við að fara í búð og kaupa í matinn og elda svo ekki sé minnst á hvað er FRÁBÆRT að losna við uppvaskið
Held barasta að ég láti gott heita í dag og kveðji að sinni.