<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, mars 30, 2004

Andleysi dauðans 

Það er bara þannig að ég er búin að vera eitthvað frekar andlaus. Annars fórum við á árshátíð hjá Lyfjadreyfingu á laugardagskvöldið og skemmtum okkur bara alveg ljómandi vel, fengum góðan mat og vín með matnum og svo var Hunang að spila og það var bara alveg svaka stuð, enda eru þeir algjört stuðband. Samt vorum við voða þæg sko, komin heim fyrir 3 og lágum síðan í leti dauðans á sunnudeginum ekkert smá kósý.
Ég skellti mér í heimsókn til mömmu í gær og þá var Lilja þar líka, var að þvo hennar vél er nebblega biluð. Allavega síðan kom Adda líka og auddað var ekki hægt annað en að gefa í einn óþverra og ÉG vann liggaliggalái, I am the champion my friends and I'll keep on winning 'till the end lalala, hehe. Varð bara aðeins að monnta mig.
Annars var dagurinn í gær eitthvað frekar pirraður það er nebblega þetta mánaðarlega í gangi hjá minni og hún var ekkert mjög kát þrátt fyrir að hafa unnið óþverrann. Kom heim um 7 leytið og fór að sjóða kartöflur til að hafa með nautasnitselinu og ákvað að hafa líka berniessósu með þessu og hvað haldiði helv.... sósan mistókst þannig að ég þurfti að gera aðra og jevlans kartöflurnar tóku heila eilífð í suðu og það fór eiginlega bara beisiklí allt fj..... til. Svo gerði ég ekki annað en að hvæsa á greyið Baldur og hann hafði ekki gert neitt af sér hann bara var þarna og mitt fúla skap bitnaði bara á blásaklausum manninum svona var ég brjáluð.
Sem betur fer er nú dagurinn í dag búinn að vera mun betri. Björg vinkona er á landinu og hún droppaði í kaffi hérna áðan og það var voða gaman að sjá hana.
Held ég geti bara ekki bullað neitt meira í bili.

(0) comments

laugardagur, mars 27, 2004

Lásí blogger 

Jamm, mamma segir að ég sé lélegur bloggari. En ég held líka að vandamálið sé það að ég er alltaf búin að segja henni allt sem ég geri og lendi í áður en hún nær að lesa bloggið mitt, þannig að ég er mikið að spá í að hætta bara að segja henni allt.
En ég lenti nú í soldið skondnu á þriðjudaginn. Ég var að keyra sem er nú ekki frásögufærandi nema hvað að ég er stopp á rauðu ljósi og er eitthvað litið niður þar sem petalarnir eru og fer að spá hvaða petali þetta sé nú hvort þetta sé eitthvað sem ég hafði ekki tekið eftir áður. Allavega síðan tekur mín af stað og lít niður aftur og hvað haldiði, þetta var bensíngjöfin
Well, þarf að fara að henda mér í ljós og taka mig svo til fyrir árhátíðina í kvöld.(5) comments

fimmtudagur, mars 25, 2004

Grillaður rass 

Jebbs, bossinn minn er sko bara þokkalega vel grillaður. Ég fór nebblega í ljós í gær og fattaði auddað eftir á að ég var ekkert mikið í því að sóla á mér afturendann í Ástralíunni, þannig að greyið brann bara og ég er bara búin að vera að bera aloe vera á hann síðan þið verðið bara að nota ímyndunaraflið og lita bossann rauðan. Í gær fór ég líka til Dídíar og óþverraði hana soldið, ég vann fyrsta og hún annað þannig að það var jafntefli og svo verður náttúrulega tekið þriðja spilið seinna til að sjá hver er óþverri óþverranna. Svo kom greyið Baldur lasinn heim úr vinnunni í gær, vonandi batnar honum nú sem fyrst svo að við komumst á árshátíðina á laugardaginn.
Jæja börnin góð, ætli ég verði ekki að fara hætta þessu núna, er nebblega að fara í klippingu og litun svo ég verði nú sæt og fín á laugardaginn.

(0) comments

föstudagur, mars 19, 2004

Dóh! 

Segi bara svona, vissi ekki hvað ég átti að hafa í yfirskrift, fyrirsögn eða hvað þetta nú heitir. Allavega að þá gengur mér bara alveg obboslega vel í þessu kött-down dæmi í sambandi við reykingarnar, gegt duleg. Held að Elísa gella sé líka að standa sig og Lilja bumbulíus líka, verð nú bara að segja það að við erum rosalega duglegar og mér finnst bara að fleiri ættu að taka þátt í þessu með okkur. Og ég var líka rosa dugleg og dró bumbulíusinn með mér í sund í gær, hún sat reyndar bara í andarpollinum því að það var nebblega soldið kalt og hún soldið kvefuð. En hún Lonni gella hún synti sko 250 metra, ekkert smá dugleg.
Í fyrradag þurfti ég að mæta fyrir héraðsdómi vegna þess að ég var að stefna skóla sem ég fór í 2001, svo lendi ég í hjólastólnum í nóvember þetta ár og gat því ekki sótt þennan skóla þar sem hann er á 2. hæð og engin lyfta. Og hvað haldiði ég VANN málið, skólinn þarf að greiða mér öll skólagjöldin og líka lögfræðingnum mínum. Skólastjórinn var nebblega svo vitlaus að hann neitaði tilboðinu sem honum var boðið hér um árið og það hlómaði upp á að hann myndi halda staðfestingagjaldinu og það sem var búið að koma inn af raðgreiðslunum sem var samanlagt um 80 eða 90 þús. Hann vildi fara með þetta í lögfræðing og jibbíkóla hann kemur út í meiri mínus en hann hefði verið í hefði hann tekið þessu tilboði sem við buðum honum liggaliggalái hehe gott á hann.
Vellóvell, er bara að spá í að láta þetta gott heita í bili sí jú leiter;)

(0) comments

mánudagur, mars 15, 2004

Afslöppun dauðans 

Ég er svosem ekki búin að gera neitt síðan að ég kom heim nema bara að kúra með Baldri, voða næs. Ryndar alltaf vöknuð fyrir allar aldir, á föstudaginn vaknaði ég klukkan 7, laugardaginn klukkan 8, sunnudaginn klukkan 7, en náði svo meti í morgun náði að sofa alveg til 8:45 og það var ekkert smá gott skal ég segja ykkur. Það var reyndar soldið tómlegt rúmið að því að Baldur þurfti að fara að vinna í morgun. Ég labbaði aðeins niður í MS í dag svona til að heilsa aðeins upp á fólkið og svona, það var fínt að kíkja aðeis þarna við. Er svo líka búin að vera að spjalla við Elísu á msn-inu og við erum byrjaðar í þvílíka átakinu skal ég segja ykkur, við erum nebblega að fara að hætta að reykja ekkert smá duglegar. Ætlum líka að fara að vera duglegar að fara í sund og synda.
Verð eiginlega að hætta í bili, mamma er að fara að koma með bílinn minn og ég þarf að skutla henni heim og svona.

(0) comments

sunnudagur, mars 14, 2004

Þá er mar komin á klakann. 

Já maður er sko komin á klakann í orðsins fyllstu sko, það er ekkert smá kalt hérna það er náttrulega soldið erfitt að fara úr 35 stigum í 5 stig. En allavega að þá var alveg yndislegt að koma heim og hitta Baldur sinn , hann er náttúrulega algjör elska og við komumst nú bara að því eftir að ég kom heim að we were made for each other og við erum alveg obboslega ástfangin og það er bara alveg frábært.
Ég nenni ekki að blogga meira núna, skrifa bara meira á morgun.

(0) comments

þriðjudagur, mars 09, 2004

Æ em tótallí góíng kreisí!#!$%#/&%)(=_???? 

Já ég er náttúrulega að leggja í'ann á eftir og ég veit ekki hvað ég á af mér að gera, verð alltaf svona ef ég er að ferðast eitthvað. Skil þetta bara ekki að geta ekki slakað bara á, en svona er ég víst bara og fæ engu breytt um það en annars held ég nú að ég sé ekki ein um að vera svona (sem betur fer, hjúkk mar).
Ég gleymdi nú að nefna það að ég keypti mér líka náttföt, ég er nebblega náttfatafrík, elska náttföt (ummmm kósýkósý).
Jæja verð að fara að drattast í sturtu og svonna, só sí jú sún;)

(0) comments

I'm gonna swim 500 miles and I'm gonna swim 500 more hehe 

Jamm mín skellti sér í sund með Rúnu og Lissý í dag meðan Hekla var á körfuboltaæfingu og ég synti nú bara alveg heilmikið, kannski ekki alveg 500 mílur en það voru 250 metrar sem mér finnst bara alveg assgoti gott. Annars byrjuðum við nú daginn á því að fara í moll sem ég man ekki hvað heitir í augnablikinu, en allavega að þá þurfti ég að loka bankareikningnum sem ég var með hérna og svo verslaði mín pínu oggupons. Keypti mér hring, Footloose (dvd), fínni bol og dragt og svo fleira sem ekki verður gefið upp að þessu sinni þar sem það eru gjafir (hehe). Skellti mér líka til hennar Vesnu í vax, þannig að ég er bún að láta snyrta mig soldið fyrir heimferðina (voða sæt og fín). Man ég allt í einu, ég keypti mér víst líka ferðatösku svona til þess að maður komist nú með allt dótið þarna upp á skerið. Meðan ég man að þá vil ég þakka mömmu minni fyrir að setja teljara á bloggið mitt, þú ert alveg yndisleg.
Jæja þá er kallað í mat, best að fara að troða í sig gómsætum Rúnubátum;)

(0) comments

mánudagur, mars 08, 2004

I'm in loooove 

Ó já, ég er sko búin að finna ástina í lífi mínu (fyrir utan Baldur) og það eru höfrungar. Þeir eru svo miklar rúsínur og dúllur að það er bara ekki fyndið. Ég fór nebblega í Sea World í gær til að synda með höfrungum og það olli mér sko síður en svo vonbrigðum, þeir eru allt sem ég var búin að ímynda mér og MIKLU MEIRA. Þeir eru alveg rosalega mjúkir þannig að það er alveg yndislegt að klappa þeim og hvað get ég sagt annað en að þeir eru alveg frábær dýr.
Svo voru nú líka allskonar tívolítæki þarna og ég og Rúna skelltum okkur í alveg BRJÁLAÐANN rússíbana og það var alveg meiriháttar, við fórum í hringi og á hvolf og allt. Síðan var líka víkingaskip og við Lissý fórum í það og það var ekkert smá gaman líka, það var argað og gargað þannig að maður varð pínku aumur í hálsinum. Ég kaupti mér líka lítinn sætann höfrungabangsa og höfrungasegla og hvort spilastokkurinn var ekki líka með höfrungum á. Ein með smá höfrunga æði hehe. En það er bara allt í lagi, ég held að hver sem er sem færi að synda með höfrungum myndi fá þetta æði líka.
Ég talaði við Baldur í gærkvöldi og heyrði hvininn í þessu ljóta veðri, en það var samt gott að heyra í ástinni minni. Svo hringdi mamma mín áðan og ég verð nú að segja það að það var rosa gaman að tala við hana líka, og það verður gaman að koma heim og óþverra hana aðeins. Ég var að skoða bloggið hjá henni Ásu áðan og sá að hún er búin að koma því í verk að setja comment inn á síðuna hjá sér og ekki nóg með það heldur setti hún teljara líka, ekkert smá dugleg og svo vona ég að hún fari að vera duglegri við bloggið.
Well, minns er að spá í að fara að koma sér frá þessari tölvu og drattast í bikiníið og fara í sund og sólbað, só gúdbæ for ná.

(0) comments

föstudagur, mars 05, 2004

Þeink God for ðe flíspeys! 

Já ég kaupti mér nebblega flíspeysu í Sydney, voða flott stendur á henni Sydney Australia og hún er sko að gera sitt gagn núna. Það er rigning núna og bara kalt skal ég segja ykkur (brrrrr).
En snúum okkur að öðru. Ég vaknaði kl. 07:15 til þess að vera mætt í MS-félagið hérna kl. 08:00 og fá að skoða. Mér leist mjög vel á þetta allt saman. Þau eru t.d. með hjúkrunarheimili með 40 plássum og þetta er bara fyrir MS-sjúklinga, svo eru líka 5 pláss fyrir hvíldarinnlagnir. Þarna starfa 6 sjúkraþjálfarar og allir í nánast fullri stöðu og svo eru náttúrulega iðjuþjálfar, sálfræðingar og félagsráðgjafi og svoleiðis. Allavega að þá var mjög gaman að fara þarna og ekki var það verra að starfsfólk sem ég hitti þarna héldu að ég væri sjúkraþjálfari en ekki MS-sjúklingur og þegar að ég sagði þeim að ég væri MS-sj. að þá urðu þau hissa og sögðu að það sæist nú ekki á mér (liggaliggalái).
Eins og sjá má að þá hefur í rauninni ekki opnast fyrir neinar gáttir hjá mér og ég held bara að ég sé í algjörri blogglægð eins og svo margir aðrir, allavega ekki hægt að sjá betur á hinum bloggunum sem maður er að kíkja inn á. Þannig að ég efast um að ég eigi nokkuð eftir að skrifa fyrr en á sunnudaginn þegar að ég er búin að heimsækja vini mína höfrungana í Sea World.
Nú er ég bara að spá í að fara út í góðu flíspeysunni minni og fá mér smók í þessu týpíska íslenska veðri hérna sem er auðvitað rok og rigning, en ekki hvað. Þannig að ég bið bara að heilsa að sinni og segji bara þangað til næst;)

(0) comments

miðvikudagur, mars 03, 2004

Jæja, þá er mar búin að vera í Sydney. 

Jamm, ég er komin til baka og sé ekkert eftir því að hafa farið. Reyndar hefði ég viljað hafa einhvern með mér, en það var víst ekki í boði. Þannig að ég hélt mig bara inni á kvöldin, lagði ekki alveg í að vera flandrast ein svona í ókunnugri borg. En ég sá nú samt Óperuhúsið fræga og brúnna, var reyndar að spá í að ganga brúnna en hætti við. Það kostaði 155$ og það tekur alveg 3 tíma að ganga þetta, þannig að ég fór bara í dýragarðinn í staðinn og sá fullt fullt af dýrum. Ég gekk reyndar alveg slatta mikið þarna. Á mánudaginn gekk ég alveg í 4 eða 5 tíma takk fyrir og á þriðjudaginn fór ég í dýragarðinn og hann er soldið stór og þar var ég í 4 tíma og ég held barasta að ég hafi ekki gengið svona mikið síðan í London og París '99. Til þess að komast í dýragarðinn þarf maður annað hvort að taka rútu upp eða skyline og ég fór með skyline og það var ekkert smá fríkí, alla leiðina upp var ég alltaf viss um að eitthvað myndi klikka og líka á leiðinni niður. Ég átti að fara ein í vagn á leiðinni niður og ég þakkaði bara pennt fyrir mig og sagðist bara ætla að bíða þangað til að fleira fólk kæmi og ætlaði að fá að fara með því vegna þess að ein færi ég EKKI. Ég þurfti heldur ekki að bíða lengi þangað til að það kom fólk sem ég gat verið samferða.
Ég hélt að flugmaðurinn ætlaði að velta vélinni þegar að hann var að lenda í dag, þvílíkt og annað eins. Þetta er held ég bara versta lending sem ég hef lent í, og það var ekki einu sinni rok sem var hægt að kenna um. Svo fer maður bara eftir slétta viku, ekkert smá fljótt að líða. Mér finnst ég ekkert vera búin að vera hérna í 5 vikur, en ég held að Baldri finnist eins og ég sé búin að vera í burtu heila eilífð. En ég hef ekkert meira að segja í rauninni, það getur velverið að það opnist fyrir einhverjar flóðgáttir á morgun.

(0) comments

Tetta er barasta drasl og ekkert annad!!!!!!!!!!!!! 

Ja eg sit her a netkaffihusadruslu sem vill ekki breyta tungumalinu a lyklabordinu, helv, djo, drasl. Eg sem aetladi ad fara ad blogga heilan helv.... helling medan eg draepi timann tangad til eg fer upp a flugvoll, en svona er tetta bara madur faer vist ekki allt sem madur vill. Eg held bara blogga bara tegar eg kem til Brisbane, gef bara skit i tetta netkaffihus!!!!!

(0) comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?