sunnudagur, febrúar 29, 2004
The big blogger hehe.
Vildi bara minna fólk á að ég er að fara til Sydney í fyrramálið þannig að ég mun ekki blogga neitt fyrr en fyrstalagi á miðvikudaginn;)
Só viss mí gúd lök in Sydney!
(0) comments
>
Só viss mí gúd lök in Sydney!
Minns er algjör lúði
Og ég meina það, ég var að reyna að bæta henni Björgu dúllu inn á bloggin og sama hvað ég reyndi að þá gat ég ekki fundið út hvarnig það er gert. Ég læri þetta kannski bara þegar að ég kem heim, bið mömmsuna mína um að kenna mér því að hún er meiri tölvunörd en ég er.
Annars ákvað ég nú bara að setjast niður og skrifa eitthvað fyrst að hitinn leyfir það í dag, ekkert svitabað en samt fínn hiti úti. Ég talaði pínu í símann í gær, talaði við ástina mína og mömmsuna. Talaði við Baldur í klukkutíma og það var alveg frábært og æðislegt og meiriháttar og yndislegt, ég verð nú bara að viðurkenna að ég er farin að sakna hans alveg ótrúlega mikið. Ekki það að ég hafi ekki alltaf saknað hans, en það má eiginlega segja að það hafi aukist soldið mikið með tímanum. Auðvitað sakna ég líka ma & pa, brósa, Lilju "bumbu" & Baldurs, ömmu og afa, Ásu og bara allra. En það styttist óðum og ekki nema 10 dagar þangað til að ég legg í'ann og 11 dagar þangað til að ég kem heim, þannig að þetta er ekkert langur tími sem er eftir.
Svo er ég náttúrulega að fara til Sydney á morgun og eins og áður sagði að þá bæði hlakka ég til og kvíði fyrir, en þetta hlýtur að fara allt á besta veg. Þar er ég allavega búin að ákveða að skoða Óperuhúsið og taka smá "krús" á ánni, og svo ætla ég að sjá til með dýragarðinn. Hótelið sem ég gisti á er við hliðina á China-town, þannig að það verður ekki lagt að kíkja þangað.
Á föstudaginn fer ég að kíkja á MS-félagið hér í Brisbane og aldrei hefði ég trúað því að það gæti orðið svona mikið mál að kíkja á svona dótarí. Mér fannst lágmark kurteisinnar að hringja þangað og spyrja hvort ég mætti koma, kynnti mig náttúrulega með nafni og sagðist vera MS-sjúklingur frá Íslandi og væri í heimsókn hérna og bað um leyfi til að fá að koma og kíkja. Já já, það var allt í keyi en það var ekki hægt að taka á móti mér nema kl. 14 á þriðjud. en þá er ég í Sydney, þannig að ég verð að koma kl. 08 á föstud. haldið þið að þetta sé nú.
Svo er sunnudagurinn 7. mars auðvitað "the big day" því að þá fer ég að synda með höfrungadúllunum, liggaliggalái.
Held að þetta sé bara að verða gott að sinni, teik ker;)
(0) comments
>
Annars ákvað ég nú bara að setjast niður og skrifa eitthvað fyrst að hitinn leyfir það í dag, ekkert svitabað en samt fínn hiti úti. Ég talaði pínu í símann í gær, talaði við ástina mína og mömmsuna. Talaði við Baldur í klukkutíma og það var alveg frábært og æðislegt og meiriháttar og yndislegt, ég verð nú bara að viðurkenna að ég er farin að sakna hans alveg ótrúlega mikið. Ekki það að ég hafi ekki alltaf saknað hans, en það má eiginlega segja að það hafi aukist soldið mikið með tímanum. Auðvitað sakna ég líka ma & pa, brósa, Lilju "bumbu" & Baldurs, ömmu og afa, Ásu og bara allra. En það styttist óðum og ekki nema 10 dagar þangað til að ég legg í'ann og 11 dagar þangað til að ég kem heim, þannig að þetta er ekkert langur tími sem er eftir.
Svo er ég náttúrulega að fara til Sydney á morgun og eins og áður sagði að þá bæði hlakka ég til og kvíði fyrir, en þetta hlýtur að fara allt á besta veg. Þar er ég allavega búin að ákveða að skoða Óperuhúsið og taka smá "krús" á ánni, og svo ætla ég að sjá til með dýragarðinn. Hótelið sem ég gisti á er við hliðina á China-town, þannig að það verður ekki lagt að kíkja þangað.
Á föstudaginn fer ég að kíkja á MS-félagið hér í Brisbane og aldrei hefði ég trúað því að það gæti orðið svona mikið mál að kíkja á svona dótarí. Mér fannst lágmark kurteisinnar að hringja þangað og spyrja hvort ég mætti koma, kynnti mig náttúrulega með nafni og sagðist vera MS-sjúklingur frá Íslandi og væri í heimsókn hérna og bað um leyfi til að fá að koma og kíkja. Já já, það var allt í keyi en það var ekki hægt að taka á móti mér nema kl. 14 á þriðjud. en þá er ég í Sydney, þannig að ég verð að koma kl. 08 á föstud. haldið þið að þetta sé nú.
Svo er sunnudagurinn 7. mars auðvitað "the big day" því að þá fer ég að synda með höfrungadúllunum, liggaliggalái.
Held að þetta sé bara að verða gott að sinni, teik ker;)
laugardagur, febrúar 28, 2004
Jibbýkóla!!!!!!
Langaði bara að deila því með ykkur að ég var að bóka sundtíma með höfrungunum og ég fer að synda með þeim 7. mars, hlakka ekkert smá til. Annars var það nú ekki fleira og ég held barasta að þetta sé minnsta blogg sem ég hef skrifað.
(0) comments
>
Loksins búin að laga bloggið sem að fór þið vitið hvert!
Þá er ég loksins búin að fixa bloggið sem að var þakið spurningamerkjum og þá kemur það út eins og ég hafi skrifað það í dag, en ég held alveg örugglega að þetta sé blogg síðan miðv.daginn 18. feb. Þá er það allavega komið á hreint, en nú skulum við snúa okkur að nútímanum.
Ég og Rúna skelltum okkur í bæinn í gærkvöldi og kíktum aðeins á lífið. Við fórum inn á stað sem heitir Casino og já það var ALVÖRU casino á staðnum og svo var þetta líka pöb, ég var líka alveg rosalega stabíl og gamblaði ekki einni einustu krónu. Það var alveg rosalega gaman samt að fylgjast með týpunum sem voru þarna inni, margar hverjar MJÖG skrautlegar. Svo áður en við hoppuðum upp í taxa til að fara heim stoppuðum við á Hungry Jack's sem er það sama og Burger King og fengum okkur feitan hamborgara með tveimur tegundum af osti og beikoni, ummm namminamm ekkert smá gott. Svo þegar að við komum heim vígði ég heimsfrelsiskortið mitt og ég verð nú að segja það að það er miklu meira varið í kortin hérna heldur en þetta bölvaða drasl sem að fæst heima á Íslandi. Þið sjáið það að ég keypti mér kort fyrir 10$ (530kr) og ég get talað til Íslands í 190min, en draslið heima kostar 2000kr og maður nær að tala í 120min, þetta er bara pjúra rip off em er í gangi þarna uppfrá og ekkert annað. En nóg um það að þá talaði ég fyrst við pabba, svo hringdi ég í Lilju Bryndísi og sló tvær flugur í einu höggi þar, því að amma var í heimsókn hjá henni. Og í þessi símtöl fór rúmur klukkutími og ég á nóg eftir hehe. Svo þegar að ég var farinn inn í herbergi hringdi ég aðeins í ástina mína og bað hann vinsamlegast um að vera heima um 2 leytið í dag (á ísl tíma, 12 á miðnætti hér) svo að ég gæti hringt í hann og auðvitað ætlar hann að gera það þessi elska.
Svo svaf ég til að verða 1 í dag, auðvitað þreytt eftir allt þetta símablaður. Og þegar ég kom fram voru stelpurnar (Lissý og Hekla) að baka súkklaðiköku, ummmm ekki ónýtt að fá nýbakaða köku og ískalda mjólk svona í hádeginu.
Held barasta að þetta raus hérna fari bara að verða gott, þannig að ég segi bara bæjó í bili;)
(0) comments
>
Ég og Rúna skelltum okkur í bæinn í gærkvöldi og kíktum aðeins á lífið. Við fórum inn á stað sem heitir Casino og já það var ALVÖRU casino á staðnum og svo var þetta líka pöb, ég var líka alveg rosalega stabíl og gamblaði ekki einni einustu krónu. Það var alveg rosalega gaman samt að fylgjast með týpunum sem voru þarna inni, margar hverjar MJÖG skrautlegar. Svo áður en við hoppuðum upp í taxa til að fara heim stoppuðum við á Hungry Jack's sem er það sama og Burger King og fengum okkur feitan hamborgara með tveimur tegundum af osti og beikoni, ummm namminamm ekkert smá gott. Svo þegar að við komum heim vígði ég heimsfrelsiskortið mitt og ég verð nú að segja það að það er miklu meira varið í kortin hérna heldur en þetta bölvaða drasl sem að fæst heima á Íslandi. Þið sjáið það að ég keypti mér kort fyrir 10$ (530kr) og ég get talað til Íslands í 190min, en draslið heima kostar 2000kr og maður nær að tala í 120min, þetta er bara pjúra rip off em er í gangi þarna uppfrá og ekkert annað. En nóg um það að þá talaði ég fyrst við pabba, svo hringdi ég í Lilju Bryndísi og sló tvær flugur í einu höggi þar, því að amma var í heimsókn hjá henni. Og í þessi símtöl fór rúmur klukkutími og ég á nóg eftir hehe. Svo þegar að ég var farinn inn í herbergi hringdi ég aðeins í ástina mína og bað hann vinsamlegast um að vera heima um 2 leytið í dag (á ísl tíma, 12 á miðnætti hér) svo að ég gæti hringt í hann og auðvitað ætlar hann að gera það þessi elska.
Svo svaf ég til að verða 1 í dag, auðvitað þreytt eftir allt þetta símablaður. Og þegar ég kom fram voru stelpurnar (Lissý og Hekla) að baka súkklaðiköku, ummmm ekki ónýtt að fá nýbakaða köku og ískalda mjólk svona í hádeginu.
Held barasta að þetta raus hérna fari bara að verða gott, þannig að ég segi bara bæjó í bili;)
Djísös mar, ég veit ekkert hvað ég á að hafa sem fyrirsögn!!!!!!!!!!!!!
Jæja þá er maður sestur við skjáinn og reyna að koma einhverju á bloggið. Málið er það að það er barasta ekkert mjög auðvelt að ætla að setjast niður við tölvuna og skrifa, það væri allt annað ef að tölvan væri úti og vatnsheld. Því að þá gæti ég skrifað meðan ég væri í lauginni, en fyrst hún er inni að þá sest maður hérna og ætlar að fara skrifa en þá er svo heitt inni að það dugir ekki einu sinni að hafa viftuna á , maður bara svitnar og svitnar.
Allavega að þá fórum við Rúna á svona "girls night out" á mánudaginn, vorum bara tvær og fórum og fengum okkur gott að borða. Eftir matinn fórum við síðan á kaffihús og fengum okkur Jamaican coffie (Tia Maria í kaffi með þeyttum rjóma) ekkert smá namminamm. Í sambandi við myndina sem ég var að tala um að afi ætlaði að senda mér að þá gerði hann það kallanginn, en hann sendi hana á Egils mail en ekki mitt, þannig að hún komst til skila.
En ekki veit ég hvað hún mamma mín á við með að ég skrifi ekkert krassandi, ég veit ekkert hvað ég á að skrifa nema það sem ég er að gera. Núna er ég búin að vera hérna akkúrat helminginn af tímanum, 3 down and 3 to go hehe. Annars væri ég nú alveg til í að vera héna lengur ef að Baldur væri hérna líka.
Ég fór með Rúnu upp á Mt Coot-tha í dag, það er alveg geðveikt útsýnið þar. Maður sér alveg yfir alla borgina, gaman líka að sjá borgina frá öðru sjónarhorni. Ég talaði líka við Baldur í dag, það er alltaf gott að heyra í honum röddina;)
Well, well, well, held að það verði ekki meira að sinni, verð eiginlega að fara að sofa í hausinn á mér.
(0) comments
>
Allavega að þá fórum við Rúna á svona "girls night out" á mánudaginn, vorum bara tvær og fórum og fengum okkur gott að borða. Eftir matinn fórum við síðan á kaffihús og fengum okkur Jamaican coffie (Tia Maria í kaffi með þeyttum rjóma) ekkert smá namminamm. Í sambandi við myndina sem ég var að tala um að afi ætlaði að senda mér að þá gerði hann það kallanginn, en hann sendi hana á Egils mail en ekki mitt, þannig að hún komst til skila.
En ekki veit ég hvað hún mamma mín á við með að ég skrifi ekkert krassandi, ég veit ekkert hvað ég á að skrifa nema það sem ég er að gera. Núna er ég búin að vera hérna akkúrat helminginn af tímanum, 3 down and 3 to go hehe. Annars væri ég nú alveg til í að vera héna lengur ef að Baldur væri hérna líka.
Ég fór með Rúnu upp á Mt Coot-tha í dag, það er alveg geðveikt útsýnið þar. Maður sér alveg yfir alla borgina, gaman líka að sjá borgina frá öðru sjónarhorni. Ég talaði líka við Baldur í dag, það er alltaf gott að heyra í honum röddina;)
Well, well, well, held að það verði ekki meira að sinni, verð eiginlega að fara að sofa í hausinn á mér.
föstudagur, febrúar 27, 2004
Goodbye fingernails!
Bara svona til að geta babblað um eitthvað að þá get ég sagt ykkur það að fínu neglurnar mínar eru allar farnar fjandans
til:( Það eru ekki nema einhverjar smá leifar af geli á tvemur eða þremur nöglum. Annars held ég að þetta hafi nú verið svona pínu hint til mín að ég ætti nú að fara hætta þessari vitleysu og spara þennan pening sem fer í þetta mánaðarlega, og hafðu það Lonni Björg!
Hann Baldur minn sendi mér sms í morgun og var pínu aumur þessi elska. Hann hafði nefninlega dreymt að ég væri komin heim, en svo vaknaði hann við blákaldann veruleikann og það var engin ég við hliðina á honum æjæj. En það er nú í rauninni alls ekki langur tími þangað til að maður getur knúsað þessa elsku alveg í tætlur, það eru ekki nema 13 dagar þangað til að ég kem heim og það er nú ekki langur tími.
Ég var að snakka við mömmsuna mína á msn-inu áðan og hún var að segja mér að hele familien hafi unnið kort í Hreyfingu, pabbi vann árskort og mamma og Örn Aron mánaðarkort ekkert smá skondið. En þá verða þau líka að fara að hreyfa sig gömla settið, engin afsökun núna um að hafa ekki efni á að fara í ræktina ha. Svo sagði mamma líka að hún gæti ekki beðið eftir því að óþverra mig aðeins, en ég veit nú ekki alveg hvernig það fer því að hún Rúna er búin óþverra mig soldið mikið sko, hmmmm. Annars segir maður alltaf að nú sé maður hættur að spila en er svo komin með spilin í hendurnar áður en maður veit af. Bara skil þetta ekki.
Moskítófíflin átu svoleiðis á mér tærnar í fyrrrakvöld að ég er að brjálast úr kláða, það er nefninlega verst þegar að þær bíta mann þar og eins undir tærnar það er algjör horror. Sem betur fer á hún Rúna krem sem að róar káðann í þessu pínu þannig að þetta verður svona bærilegra.
Svo erum við eitthvað að spá í að fara í Sea World um helgina og sjá sætu, dúllu höfrungana og auðvitað fleiri sjávardýr, en þeir ganga fyrir og eru númer eitt tvö og þrjú.
Svo fer ég náttúrulega til Sydney á mánudaginn og ég verð nú að segja það að mig kvíður nú pínu fyrir að fara svona ein. Ég hef oft ferðast ein frá a-b, en aldrei verið ein á hóteli og allt einhversstaðar í ókunnugu landi. En þetta á örugglega allt eftir að fara á besta veg, ég hef enga trú á öðru.
Jæja þá, ég held að ég láti þetta duga að sinni, só gúdbæ end teik ker evrívonn;)
(0) comments
>
til:( Það eru ekki nema einhverjar smá leifar af geli á tvemur eða þremur nöglum. Annars held ég að þetta hafi nú verið svona pínu hint til mín að ég ætti nú að fara hætta þessari vitleysu og spara þennan pening sem fer í þetta mánaðarlega, og hafðu það Lonni Björg!
Hann Baldur minn sendi mér sms í morgun og var pínu aumur þessi elska. Hann hafði nefninlega dreymt að ég væri komin heim, en svo vaknaði hann við blákaldann veruleikann og það var engin ég við hliðina á honum æjæj. En það er nú í rauninni alls ekki langur tími þangað til að maður getur knúsað þessa elsku alveg í tætlur, það eru ekki nema 13 dagar þangað til að ég kem heim og það er nú ekki langur tími.
Ég var að snakka við mömmsuna mína á msn-inu áðan og hún var að segja mér að hele familien hafi unnið kort í Hreyfingu, pabbi vann árskort og mamma og Örn Aron mánaðarkort ekkert smá skondið. En þá verða þau líka að fara að hreyfa sig gömla settið, engin afsökun núna um að hafa ekki efni á að fara í ræktina ha. Svo sagði mamma líka að hún gæti ekki beðið eftir því að óþverra mig aðeins, en ég veit nú ekki alveg hvernig það fer því að hún Rúna er búin óþverra mig soldið mikið sko, hmmmm. Annars segir maður alltaf að nú sé maður hættur að spila en er svo komin með spilin í hendurnar áður en maður veit af. Bara skil þetta ekki.
Moskítófíflin átu svoleiðis á mér tærnar í fyrrrakvöld að ég er að brjálast úr kláða, það er nefninlega verst þegar að þær bíta mann þar og eins undir tærnar það er algjör horror. Sem betur fer á hún Rúna krem sem að róar káðann í þessu pínu þannig að þetta verður svona bærilegra.
Svo erum við eitthvað að spá í að fara í Sea World um helgina og sjá sætu, dúllu höfrungana og auðvitað fleiri sjávardýr, en þeir ganga fyrir og eru númer eitt tvö og þrjú.
Svo fer ég náttúrulega til Sydney á mánudaginn og ég verð nú að segja það að mig kvíður nú pínu fyrir að fara svona ein. Ég hef oft ferðast ein frá a-b, en aldrei verið ein á hóteli og allt einhversstaðar í ókunnugu landi. En þetta á örugglega allt eftir að fara á besta veg, ég hef enga trú á öðru.
Jæja þá, ég held að ég láti þetta duga að sinni, só gúdbæ end teik ker evrívonn;)
miðvikudagur, febrúar 25, 2004
Er að fara til Sydney!!!!!!! JIBBÝ!!!!!!!
Já góðir hálsar, eins og sjá má á fyrirsögninni að þá er litla stúlkan með eldspýturnar á leiðinni til Sydney. Búin að bóka far og alveg fínasta hótel og þetta kostar alveg heilar 22.000 krónur. En allavega að þá fer ég að morgni 1. mars og kem til baka seinnipartinn 3. mars, ég hlakka ekkert smá til. Baldur hringdi í mig í morgun og það er auðvitað alltaf jafn æðislegt að heyra í honum. Annars var hann að segja mér það að voffabangsinn væri búinn að taka mitt pláss í rúminu og ég gæti bara sofið á sófanum, en ég sagði honum að ég yrði ekki lengi að breyta því fyrirkomulagi.
Ég er nú búin að vera að kíkja á hin og þessi blogg og var að kanna hverjir mættu nú fara að bæta sig aðeins, Elísa skvísa það er alltaf gaman að lesa bloggin þín en þú mátt alveg fara að vera dugleg aftur að blogga. Mamma knús mér sýnist þú eitthvað vera að byrja að drolla við þetta. Svo að lokum er það Ása besta skinn það er alveg rétt það sem þú skrifaðir í síðasta bloggi, þú ert góður penni só kíp op ðe gúd vörk!
Jæja þetta er nóg í bili.
C u l8er;)
(0) comments
>
Ég er nú búin að vera að kíkja á hin og þessi blogg og var að kanna hverjir mættu nú fara að bæta sig aðeins, Elísa skvísa það er alltaf gaman að lesa bloggin þín en þú mátt alveg fara að vera dugleg aftur að blogga. Mamma knús mér sýnist þú eitthvað vera að byrja að drolla við þetta. Svo að lokum er það Ása besta skinn það er alveg rétt það sem þú skrifaðir í síðasta bloggi, þú ert góður penni só kíp op ðe gúd vörk!
Jæja þetta er nóg í bili.
C u l8er;)
mánudagur, febrúar 23, 2004
Framhalds blogg
Jæja þá er ég komin aftur og sest við tölvuna eins og ég lofaði áðan. Annars langar mig til þess að byrja á því að leiðrétta tvær villur sem ég sá eftir á í fyrri blogghelmingi dagsins. Það fyrsta var að það vantaði eitt orð í fyrirsögnina, það á auðvitað að vera hana nú sagði hænan þegar hún lagðist á bakið. Hin vitleysan var sú að flugfar til Sydney er hægt að fá á 5300kr og svo sá ég auðvitað aðra villu hjá mér og hún er að ég skrifaði Sydney vitlaust áðan, svona getur þetta verið.
Í gær var alveg steikjandi hiti, fór sumsstaðar í 46 gráður. Enda dóu líka þónokkrir úr hita. En við gerðum ekkert af okkur í gær, fórum ekkert vorum bara heima að kafna úr hita. Í gærkvöldi voru líka þessar rosalegu þrumur og eldingar. Ég get sagt ykkur það að ég var í sakleysi mínu alveg að sofna þegar að það kom svo rosaleg þruma að hávaðinn í henni var svona eins og hávaðinn er kl. 12 að miðnætti á gamlárskvöldi sinnum 3, ég hélt hreinlega að ég myndi gefa upp öndina mér brá svo rosalega. Svo sendi ég Baldri sms um þetta og bjóst við smá samúð, en nei ég fékk bara svar til baka að hann sæti með familíunni minni og þau væru öll glottandi yfir veðurhræðslunni í mér. Þetta finnst mér bara fyrir neðan allar hellur og finnst þetta bara vont fólk. Ég er reyndar búin að hálf fyrirgefa Baldri, því að ég fékk sms frá honum í dag og hann spurði mig hvort ég hafi getað sofnað aftur.
Allavega að þegar ég hætti í dag að þá fórum við í Cannon Hill sem er kannski eins og Mjóddin að stærð og ég komst sko í feitt þar get ég sagt ykkur. Ég keypti mér Greese á dvd og cd, Flashdance á dvd, The Commitments á cd og Rocky Horror á dvd og cd. Og sorry mamma mín það var bara til 1 eintak af R.H. bæði af dvd og cd, annars hefði ég nú keypt eintak handa bestu mömmunni í heiminum.
Nú held ég barasta að heilinn sé orðinn tómur og þreyttur, þannig að ég segi þetta bara gott í bili.
(0) comments
>
Í gær var alveg steikjandi hiti, fór sumsstaðar í 46 gráður. Enda dóu líka þónokkrir úr hita. En við gerðum ekkert af okkur í gær, fórum ekkert vorum bara heima að kafna úr hita. Í gærkvöldi voru líka þessar rosalegu þrumur og eldingar. Ég get sagt ykkur það að ég var í sakleysi mínu alveg að sofna þegar að það kom svo rosaleg þruma að hávaðinn í henni var svona eins og hávaðinn er kl. 12 að miðnætti á gamlárskvöldi sinnum 3, ég hélt hreinlega að ég myndi gefa upp öndina mér brá svo rosalega. Svo sendi ég Baldri sms um þetta og bjóst við smá samúð, en nei ég fékk bara svar til baka að hann sæti með familíunni minni og þau væru öll glottandi yfir veðurhræðslunni í mér. Þetta finnst mér bara fyrir neðan allar hellur og finnst þetta bara vont fólk. Ég er reyndar búin að hálf fyrirgefa Baldri, því að ég fékk sms frá honum í dag og hann spurði mig hvort ég hafi getað sofnað aftur.
Allavega að þegar ég hætti í dag að þá fórum við í Cannon Hill sem er kannski eins og Mjóddin að stærð og ég komst sko í feitt þar get ég sagt ykkur. Ég keypti mér Greese á dvd og cd, Flashdance á dvd, The Commitments á cd og Rocky Horror á dvd og cd. Og sorry mamma mín það var bara til 1 eintak af R.H. bæði af dvd og cd, annars hefði ég nú keypt eintak handa bestu mömmunni í heiminum.
Nú held ég barasta að heilinn sé orðinn tómur og þreyttur, þannig að ég segi þetta bara gott í bili.
Þið verðið bara að sætta ykkur við það að ég get ekki sest fyrir framan tölvuna á hverjum degi til að blogga og hana nú sagði hænan þegar hún lagðis á
Smá svona djókur í fyrirsögninni hehe, ég á það nebblega til að vera soldið fyndin. Á laugardaginn fór hitinn í 44 gráður takk fyrir þannig að við skelltum okkur á ströndina á Bribie Island og það var mjög svalandi, líka gaman að fara á nýja staði. Við Egill frændi sátum líka ágætlega frameftir á lau.kvöldinu og spjölluðum alveg heilmikið saman. Þá kviknaði líka hugmynd um að ég myndi skella mér í 1-2 nætur til Sidney og skoða Óperuhúsið og brúnna og svona, sem er ekki svo kreisí hugmynd því að það kostar ekki nema 10-15þús að fljúga þetta. Svo náttúrulega væri soldið galið að kíkja ekki neitt annað þegar að maður er búin að ferðast alla þessa leið.
Er að fara út núna, framhald á eftir;)
(0) comments
>
Er að fara út núna, framhald á eftir;)
föstudagur, febrúar 20, 2004
Sviti, sviti, sviti og ennþá meiri RENNANDI SVITI!!!!!!!!!!
Ég veit að hinn textinn fór í mess, en það verður lagað síðar. Ég er allavega alveg að farast úr hita núna og það á að vera enn meiri hiti um helgina, kræst mar! Ég er farin að halda að hann Baldur sé búinn að gleyma mér:( Ég reyndi að hringja í hann í gærkvöldi þá var slökkt á símanum hans og svo gerði ég aðra tilraun fyrir hádegi í dag og þá bara hringdi þangað til aðl það kom talhólf, og þá var mín pínu sár. Fór í vax í gær sem er ekki frásögufærandi nema hvað að ég lét vaxa augabrúnir, undir höndum og fullt vax á fótum og það kostaði ekki nema tæpar 2700 krónur, sem er náttúrulega bara hlægilegt.
Well er ekki að meika það lengur að sitja við tölvuna.
(0) comments
>
Well er ekki að meika það lengur að sitja við tölvuna.
mánudagur, febrúar 16, 2004
Æjæjæjæj, ops I did it again!!!!!!!!!
Það er verið að skamma mig fyrir að blogga ekki nóg. En mér finnst bara að þegar við sitjum bara heima og gerum ekki neitt að þá er ekki svo nauðsynlegt að blogga, en nóg um það því að nú hefst sögustund og hlustið vel hehe.
Á fimmtudaginn fórum við í Carindale og kíktum svona pínulítið í búðir. Ég keypti mér leðurjakka, hálflangerma bol og bodyscrub og bodybutter í Body Shop, það er kókóshnetulykt af því æðislega góð. Á föstudaginn gerðum við ekki neitt, vorum bara heima að kjafta. Laugardaginn heldur ekki neitt því að Rúna var lasin greyjið. Í gær hinsvegar fórum við í dýragarðinn og sáum fullt af krúttilegum dýrum. Við sáum leðurblökur, kengúrur, kóalabirni, strúta, asna, bamba-dýr, allskonar tegundir af öpum, eðlur, slöngu og nokkrar fuglategundir. Við innganginn var hægt að kaupa einhverskonar dýrafóður sem að flest öll dýrin borða. Þannig að ég gaf kengúrum að borða úr hendinni á mér og klappaði þeim og allt liggaliggalái, svo fékk ég líka að fara inn fyrir girðinguna hjá kóalabjörnunum og klappa þeim líka. Ég var samt frekar fúl yfir því að fá ekki að halda á kóalabirni.
Þegar við vorum á leiðinni heim úr dýragarðinum þá byrja ég að fá þessa líka hrottalegu verki í hægra eyrað. Þannig að ég fór bara upp í rúm um 8 leytið í gær, fór bara að lesa og sofnaði svo um 11, enda vaknaði ég líka hress klukkan 10min fyrir 9 í morgun. Smá verkir eftir en ekkert á við það sem þeir voru í gær, sem betur fer.
Eitt að lokum, hann afi minn ætlaði að senda mér mynd af mér og Baldri fyrir helgi og hann er ekki ennþá búinn að því, þanng að ef hann les þetta ekki sjálfur að þá mætti mútta mín í kvíkví alveg minna hann á þetta því að ég veit að hún kíkir á bloggið mitt á hverjum degi.
Jæja þá læt ég þetta gott heita að þessu sinni.
Knús og kossar þangað til næst;)
(0) comments
>
Á fimmtudaginn fórum við í Carindale og kíktum svona pínulítið í búðir. Ég keypti mér leðurjakka, hálflangerma bol og bodyscrub og bodybutter í Body Shop, það er kókóshnetulykt af því æðislega góð. Á föstudaginn gerðum við ekki neitt, vorum bara heima að kjafta. Laugardaginn heldur ekki neitt því að Rúna var lasin greyjið. Í gær hinsvegar fórum við í dýragarðinn og sáum fullt af krúttilegum dýrum. Við sáum leðurblökur, kengúrur, kóalabirni, strúta, asna, bamba-dýr, allskonar tegundir af öpum, eðlur, slöngu og nokkrar fuglategundir. Við innganginn var hægt að kaupa einhverskonar dýrafóður sem að flest öll dýrin borða. Þannig að ég gaf kengúrum að borða úr hendinni á mér og klappaði þeim og allt liggaliggalái, svo fékk ég líka að fara inn fyrir girðinguna hjá kóalabjörnunum og klappa þeim líka. Ég var samt frekar fúl yfir því að fá ekki að halda á kóalabirni.
Þegar við vorum á leiðinni heim úr dýragarðinum þá byrja ég að fá þessa líka hrottalegu verki í hægra eyrað. Þannig að ég fór bara upp í rúm um 8 leytið í gær, fór bara að lesa og sofnaði svo um 11, enda vaknaði ég líka hress klukkan 10min fyrir 9 í morgun. Smá verkir eftir en ekkert á við það sem þeir voru í gær, sem betur fer.
Eitt að lokum, hann afi minn ætlaði að senda mér mynd af mér og Baldri fyrir helgi og hann er ekki ennþá búinn að því, þanng að ef hann les þetta ekki sjálfur að þá mætti mútta mín í kvíkví alveg minna hann á þetta því að ég veit að hún kíkir á bloggið mitt á hverjum degi.
Jæja þá læt ég þetta gott heita að þessu sinni.
Knús og kossar þangað til næst;)
miðvikudagur, febrúar 11, 2004
Ég er ekki að fatta!!!!!!
Bara að tékka hvort þetta birtist, ég var að blogga áðan og það kemur fram í posts og view blog en það kemur ekki á síðunni minni. Er stundum alveg hætt að skilja þessa bloggsíðu.
(0) comments
>
She came 2 me 1 night... Explored my body... licked, sucked, swallowd & had her fill... Satisfied she left... I was hurt... FUCKING MOSQUITO!!!!!!!!
Já það er heilmikill sannleikur í þessum orðum, þær eru að éta mig upp til agna þessar helv..... moskítódruslur. Ekki bauð ég þeim að drekka MITT blóð. Allavega að þá er ekki búið að gerast mikið síðan síðast. Í gærkvöldi borðuðum við voða góðar nautalundir, það var svona kveðjumatur fyrir Snorra því að hann fór í dag aftur heim til Íslands, hann langaði samt ekkert að fara en fjárhagurinn leyfði honum ekki að vara lengur í yndislegu Ástralíu. Ég talaði við ástina mína (Baldur) í dag og það var voða yndislegt að heyra í honum eins og alltaf. Eins og það er frábært að vera hérna "down under" að þá verður alveg æðislegt að koma heim og knúsa dúlluna mína.
Held að þetta sé bara nóg í bili, fór frekar seint að sofa í gær og verð að bæta það upp með því að fara snemma að sofa í kvöld.
(0) comments
>
Held að þetta sé bara nóg í bili, fór frekar seint að sofa í gær og verð að bæta það upp með því að fara snemma að sofa í kvöld.
mánudagur, febrúar 09, 2004
Kyrrahafið er barasta ekkert svo kyrrt!
Jæja ætli það sé ekki best að byrja þar sem frá var horfið. Á föstudagskvöldið fengum við okkur aðeins í glas bara hérna heima og skemmtum okkur alveg svaka vel, skiptumst á að dj-ast. Síðan rétt eftir að ég vaknaði á laugardeginum hringdi mútta mín í kví kví og spjallaði aðeins við mig og Rúnu. Eftir það ákváðum við að skella okkur á ströndina og fórum við á Gold Coast. Þar sprikluðum við í Kyrrahafinu sem að er barasta ekkert kyrrt því að það er alveg rosalegur öldugangur þarna, enda líka kallað surfers paradise. Ég heyrði líka aðeins í honum Baldri mínum á laugardagskvöldið (þá hád. heima á ísl.) og hann var eitthvað frekar þunnur þessi elska, fór út að tjútta á föstud.kvöldið og fékk sér ekkert að borða áður en hann fór út, ekki gáfulegt. Ég skammaðist líka aðeins í mömmu þegar að hún hringdi, spurði hana hvurslags tengdaforeldrar þau pabbi væru eiginlega að vera ekki búin að bjóða honum Baldri í mat eftir að ég fór. Auðvitað voru þau ekki lengi að bæta úr því og buðu honum í mat í gærvöldi, standa sig bara vel í hlutverki "the inlaws". Í gær var bara slappað af, Lilja Bryndís hringdi í mig í gær. Hún sagði mér það að hún hefði farið í heimsókn til ma og pa fyrir stuttu og þá hafði Örn Aron sagt við hana:"Rosalega hefurðu FITNAÐ Lilja". Greyið Lilja varð hálfmóðguð og sagði bara þakka þér fyrir sömuleiðis. Síðan eyddi ég stórum parti af deginum við sundlaugina að reyna að grilla mig smá og þetta er allt að koma ég er allavega komin yfir albinóastigið. Við Rúna gripum líka aðeins í spilin í gær og hún er barasta að verða hreinasti ÓÞVERRI, svo ekki sé meira sagt.
Well, ég er bara að spá í að hætta núna og koma mér út því að það er eiginlega alveg ólíft að sitja hérna inni, það sprettur alveg af manni svitinn, þannig að ég segi bara bæjó í bili.
(0) comments
>
Well, ég er bara að spá í að hætta núna og koma mér út því að það er eiginlega alveg ólíft að sitja hérna inni, það sprettur alveg af manni svitinn, þannig að ég segi bara bæjó í bili.
föstudagur, febrúar 06, 2004
Úps!!!!!!
Sorry gæs, það er víst kominn föstudagur og ég hef ekki bloggað síðan á þriðjudag. Ég veit að ég verð að vera duglegri við þetta, en stundum hleypur tíminn bara gjörsamlega frá manni.
Annars er ég nú ekkert búin að bralla neitt mikið. Í gær var langur verslunardagur, allt opið til 21:00. Þannig að stelpan fór og spreðaði aðeins, ég keypti mér stuttbuxur, kvartbuxur, hneppta peysu, 2 geisladiska og 1 dvd-mynd og allt þetta kostaði um 8500kr.
Ég er líka næstum því hætt að lýsa upp myrk herbergi, komin með smá brúnku. En mig vantar nú samt ennþá soldið upp á að ná þessum "svertingjum" hérna. Annars kom mér nú á óvart hvað Ástralir eru lítið brúnir, ég er nú búin að rekast á þó nokkra og þeir eru bara svipaðir og ég ef ekki hvítari. Moskítóflugurnar eru líka búnar að vera frekar iðnar við að sjúga úr mér blóðið, ég held að ég sé með nálægt 10 bit og samt er ég alltaf að spreya á mig einhverju dóti sem á að fæla þær í burtu.
Ég er að velta einu fyrir mér, hann Baldur bað hennar Lilju um áramótin en það voru ekki komnir neinir hringar þegar að ég fór þannig að ég spyr: Eru komnir hringar?
Ætla að láta þetta gott heita í bili.
(0) comments
>
Annars er ég nú ekkert búin að bralla neitt mikið. Í gær var langur verslunardagur, allt opið til 21:00. Þannig að stelpan fór og spreðaði aðeins, ég keypti mér stuttbuxur, kvartbuxur, hneppta peysu, 2 geisladiska og 1 dvd-mynd og allt þetta kostaði um 8500kr.
Ég er líka næstum því hætt að lýsa upp myrk herbergi, komin með smá brúnku. En mig vantar nú samt ennþá soldið upp á að ná þessum "svertingjum" hérna. Annars kom mér nú á óvart hvað Ástralir eru lítið brúnir, ég er nú búin að rekast á þó nokkra og þeir eru bara svipaðir og ég ef ekki hvítari. Moskítóflugurnar eru líka búnar að vera frekar iðnar við að sjúga úr mér blóðið, ég held að ég sé með nálægt 10 bit og samt er ég alltaf að spreya á mig einhverju dóti sem á að fæla þær í burtu.
Ég er að velta einu fyrir mér, hann Baldur bað hennar Lilju um áramótin en það voru ekki komnir neinir hringar þegar að ég fór þannig að ég spyr: Eru komnir hringar?
Ætla að láta þetta gott heita í bili.
þriðjudagur, febrúar 03, 2004
Ég held barasta að englarnir séu búnir að gráta út í bili
Jæja þá held ég bara að rigningin sé hætt í bili, Guð greinilega búin að hugga alla englana;) Það er nefninlega búið að rigna hér látlaust í 25 klst. Það er líka barasta búið að vera kalt og er enn, ekki nema 20 stiga hiti þannig að maður varð að klæða sig vel þegar maður vaknaði, í joggingbuxur og peysu takk fyrir. En ég verð nú samt að segja að þetta er mun skárra en frostið sem er heima á klakanum. Sökum veðurs að þá held ég að við gerum ekkert sérstakt í dag þannig að þessi skrif mín verða nú frekar stutt í dag. Og í þeim töluðu orðum, eða réttara sagt skrifuðu þá held ég bara að ég segi þetta gott í dag.
(0) comments
>
mánudagur, febrúar 02, 2004
Þetta er yndislegt líf lalala
Sorry, en ég fór ekkert á netið í gær þannig að það var ekkert bloggað, þannig að ég reyni bara að bæta það upp núna. Allavega að eftir að ég bloggaði síðast að þá fórum við í bíltúr niður að sjó og sáum þar slatta af pelikönum og þetta geta víst verið alveg stóthættuleg dýr því að Rúna var að segja mér að um daginn þá fór kona í göngutúr með puddlehundinn sinn meðfram sjónum og þar varð á vegi þeirra ðelikani og hann át hundinn og það var sama hvað konugreyið reyndi að toga í hundaólina, hún bara náði ekki hundinum til baka. Við fórum ekkert á ströndina á sunnudeginum því að það var aðeins of mikill vindur, sandurinn hefði bara fokið framan í okkur. En ég, Rúna og Snorri fórum í siglingu um Brisbane River og það var alveg rosalega falleg sýn. Annars eru þessar ferjur eiginlega eins og strætó, það eru alveg þónokkuð margar stoppistöðvar og við fórum út á einni og löbbuðum soldið um þar. Þetta er eiginlega Nauthólsvík Brisbane, það eru nokkrir pollar þarna með strandarsandi meðfram. Í þessum göngutúr rákumst við líka á eðlufjölskyldu, voða dúllur sérstaklega babyeðlan. Svo vorum við ennþá á bátnum þegar það fór að dimma og þá sáum við leðurblökurnar vakna og fara inn í borgina til að leita sér matar.
Baldur minn hringdi í mig í morgun og var andvaka þessi elska, fannst eitthvað erfitt að sofna einn, en ég vona að hann hafi getað sofnað eftir að hafa talað við mig. Ég gerði heiðarlega tilraun til þess að hringja í ömmu og afa, Ásu og Lilju Bryndísi í gærkvöldi, þá var klukkan ca 13.30 að ísl. tíma, en það bara vildi enginn tala við mig, ég bara fann fyrir algjörri höfnun. Þetta fólk má sko bíða LENGI eftir því að ég geri að ra tilraun til þess að hringja í það aftur.
Ég ákvað að kenna Rúnu óverra áðan og ég held barasta að hún eigi eftir að verða algjör óþverri með tímanum.
Well, well, ætli maður segi þetta ekki gott í bili, hugs & kisses.
(0) comments
>
Baldur minn hringdi í mig í morgun og var andvaka þessi elska, fannst eitthvað erfitt að sofna einn, en ég vona að hann hafi getað sofnað eftir að hafa talað við mig. Ég gerði heiðarlega tilraun til þess að hringja í ömmu og afa, Ásu og Lilju Bryndísi í gærkvöldi, þá var klukkan ca 13.30 að ísl. tíma, en það bara vildi enginn tala við mig, ég bara fann fyrir algjörri höfnun. Þetta fólk má sko bíða LENGI eftir því að ég geri að ra tilraun til þess að hringja í það aftur.
Ég ákvað að kenna Rúnu óverra áðan og ég held barasta að hún eigi eftir að verða algjör óþverri með tímanum.
Well, well, ætli maður segi þetta ekki gott í bili, hugs & kisses.