<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, desember 09, 2003

ÞETTA HLÝTUR AÐ FARA AÐ KOMA! 

Heil og sæl,
þið eruð væntanlega að velta fyrirsögninni fyrir ykkur, en skýringin á henni er mjög einföld. Sá dagur hlýtur að fara að renna upp sem einhver getur kennt mér að setja comment inn á síðuna hjá mér og einnig hjálplað mér að gera hana soldið sætari.
Nóg um það, ég er svosem ekki búin að bralla neitt mikið síðan síðast. Ég er bara búin að vera hálf lasin síðan á föstudaginn, búin að vera með með hor í nös og gelta eins og snarvitlaus hundur takk fyrir. Svona er ég búin að vera alla helgina og er enn. En þetta hlýtur nú að fara að lagast, ég er neblega búin að súpa vel á norskum(hehe).
Heyrðu, það má nú ekki gleyma að segja frá því að ég og Baldur fórum í bíó á laugardaginn takk fyrir takk, við fórum á Love actually og hún var bara askoti fín.
Ætli þetta sé ekki bara fínt í bili, till next time

(0) comments

fimmtudagur, desember 04, 2003

Sýndu smá þolinmæði Lonni Björg!!!!! 

Jæja, þetta er allt að ganga upp hjá mér. Ég er búin að fá mömmu til að setja inn linka fyrir mig, ég er búin að fá mér sæta kalla til að nota á blogginu og ég er búin að finna út hvað ég átti að gera til að gera svona fyrirsagnir. Þá á ég bara eftir að finna út hvernig ég set svona "comment" dæmi hjá mér og það tekur vikilega á mína litlu þolinmæði, það liggur við að ég svo ekki sé meira sagt!!!!!!

(0) comments

miðvikudagur, desember 03, 2003

Yes! Mér tókst að downloda svona sætum og fyndum köllum, og hér kemur það besta, mér tókst að nota þá líka. Reyndar með smá hjálp frá mömmu "ðe kompútergúrú"
Ég er að spá í að fara að kíkja til "ðe gúrú" og sjá hvað er orðið flott, þau voru nebblega að mála stofuna, ganginn og eldhúsið.
Ég og Baldur fórum líka á kaffihús í gærkvöldi með Björgu og Tryggva, það var voða næs.
Núna er ég búin að monta mig nóg í bili

(0) comments
Jæja, þá er stóra stundin runnin upp. Tókst þetta hjá mér eða ekki?????

(0) comments

mánudagur, desember 01, 2003

Jæja þá er helgin liðin og komin ný vika, ekki nóg með að það heldur er kominn nýr mánuður líka. Tíminn er ekkert smá fljótur að líða, það eru bara alveg að koma jól takk fyrir. Talandi um jól, ég og Baldur fórum og keyptum okkur jólaljós í dag. Rauða seríu í eldhúsgluggann og svona grýlukertaseríu í stofuna, þannig að það vantar bara smá tiltekt að þá er orðið voða fínt og jólalegt.
Svo horfði ég auðvitað á Survivor í kvöld. Djö..., helv...., ljóta naðra sem þessi Jon er. Lýgur að amma sín hafi dáið til þess að fá ættbálkinn til þess að vorkenna sér og til þess að vinna keppnina um að fá að hafa vin/ættingja hjá sér. Svo kom að því að reka burt og S og C ákváðu að treysta þessari bíp nöðru enn eina ferðina og kusu T út í staðinn fyrir Burt eða nöðru fíflið. Ég bara á ekki orð yfir þetta allt saman. Jæja, nóg um Survivor í bili.
Hann Baldur minn fór líka í klippingu í dag, lét laga lubbann sinn aðeins til.
Við fórum líka í mat til mömmu hans og pabba á laugardagskvöldið. Þar var bróðir pabba hans með dömu með sér alla leið frá Úkraínu, þannig að það var aðeins staupað vodka og sonna, rosa fínt.
Well, er að spá í að segja þetta gott í bili.

(0) comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?