<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, júní 23, 2003

Það er nú aldeilis búið að vera brjálað að gera hjá mér síðan ég skrifaði síðast. Í byrjun júní fór ég inn á St. Jó í stera og varð alveg þvílkt hyper, doktorinn þurfti meira að segja að dópa mig niður, það hefur aldrei þurft að gera áður. Svo fékk ég líka frekar ömurlegar fréttir þegar ég mætti á svæðið, þá var mér sagt að það væri búið að loka reykherberginu:( allt útaf einhverjum helv.... asna sem að datt í hug að henda logandi sígarettu í ruslið og það hafði náttúrulega þær afleiðingar að það kviknaði í. Ekki beint gáfulegt ha??? Allavega svo fór ég á MS-ráðstefnu í Turku/Åbo í Finnlandi með Steinunni. Þetta var mjög athyglisverð ferð og gaman að koma til Finnlands. Finnarnir eru greinilega mjög hreinlætisleg þjóð þar sem við tókum eftir því að á öllum wc-unum er lítill sturtuhaus svo að maður geti nú skolað á sér neðripartinn eftir hverja wc-ferð, mjög skondið og athyglisvert ekki satt?? Svo fór ég í brúðkaup hjá Þórey og Heiðari í gær. Þetta var allt alveg frábært og yndislegt og veislustjórnin auðvitað alveg frábær, enda ekki við öðru að búast þegar að þrjár frábærar gellur sjá um stjórnina, þ.e.a.s ég, Ása og Dísa;) Við tókum auðvitað lagið í veislunni og heppnaðist það bara mjög vel miðað við það að við vorum bara búnar að renna yfir lagið x1 fyrir veisluna.Þegar líða tók á kvöldið vorum við Dísa komnar í svo frábæran gír að við ákváðum að skella okkur bara á lífið eftir veisluna og skemmtum okkur bara alveg askoti vel og vorum að til 5:30. Svo vorum ég, Ása og Dísa voða góðar við Þórey og Heiðar og ruddumst inn á þau eftir hádegi í dag með bakkelsi og fíneríi. Jæja ætli þetta sé ekki komið nóg í bili. Till next time;)

(0) comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?