<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, mars 08, 2003

Sorry hvað er langt síðan ég bloggaði síðast, en þá er bara eitt í stöðunni og það er að gera smá samantekt af því sem ég er búin að vera að bralla upp á síðkastið.
Síðustu helgi fór ég með mömmu, pabba og bróður mínum í sumarbústað í Úthlíðina og það var ekkert smá gaman. Ég og mamma sátum í pottinum í tæpa 8 tíma á laugardagskvöldinu og pabbi stóð sig vel í þjónustuhlutverkinu, var duglegur að færa okkur bjór og sígó. Síðan hringdum við mamma í Ásu vinkonu rétt fyrir miðnætti og sögðum henni bara að setjast upp í bílinn sinn og bruna austur sem hún gerði auðvitað og við skemmtum okkur alveg konunglega í pottinum til 4 og fórum síðan í bælið um 5:30. Mamma og pabbi voru líka rosa monntin af stelpunni(mér) þegar hún stóð og vaskaði upp án þess að fara á skjálftavaktina og svo tókst henni líka að klöngrast á EINNI hækju á milli hurðarinnar á bústaðnum og pottsins, ekkert smá dugleg:)
Á þriðjudaginn fór ég síðan í stera inn á St. Jó og fékk 2 skammta, þannig að ég kom heim aftur á miðvikudaginn.
Áfimmtudaginn var ég voða góð frænka og bauð Þresti frænda í mat og þegar að hann var farinn kom Steinunn til mín og við fórum að vinna drög að grein sem við þurfum að skrifa fyrir næsta MS-blað.
Svo er ég bara búin að vera í góðri afslöppun upp í rúmi fyrir framan sjónvarpið og tölvuna. Á morgun ætla ég svo að vera voða menningarleg og skella mér í leikhúsið að sjá Rómeó og Júlíu með Björgu vinkonu.
Þá verður þetta ekki lengra í bili, þangað til næst:)

(0) comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?