<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, febrúar 24, 2003

Loksins fann ég út hvað ég átti að gera til þess að skrifa meira inn á þetta blogg (búið að valda mikilli hugarleikfimi). Allavega þá fór ég á þorrablót í gær með Ásu og Jóa hjá Landflutningum og það var alveg rosa gaman. Síðan skutlaði Ása mér á Sálarball á Gauknum þar sem ég hitti Elísu o.fl. og þar var ég til ca. 6:30 í morgun, þannig að dagurinn í dag er búinn að vera frekar þreyttur og þunnur. Ása kom síðan í heimsókn í kvöld og það var auðvitað tekinn einn óþverri sem ég vann auðvitað, liggaliggalá:) Jæja núna er ég að spá í að láta þetta gott heita í bili og fara að drattast til að fara að sofa í hausinn á mér.

(0) comments

miðvikudagur, febrúar 19, 2003

Jæja þá er litla stúlkan með eldspýturnar loksins komin með bloggsíðu og gat gert þetta allt sjálf, pælið í því!:) Alla vega þá er ég stóð ég við loforðið sem ég gaf Steinunni um að ég myndi fara að blogga þegar ég væri komin með tölvu. Ósk mín um að eignast tölvu rættist á afmælinu mínu þann 29.jan. sl. Fyrrverandi starfsfélagar á Hrafnistu í Reykjavík, fjölskyldan mín og vinir sáu um það að leggja saman í púkk og þegar allir voru búnir að leggja sitt fram var komið nóg fyrir fartölvu og prentara, þið eruð öll yndisleg!:) Dagurinn í dag var nú ekkert rosalegur. Ég var nú samt voða dugleg og vaknaði rúmlega 9 í morgun og skellti mér í sund og fór síðan í dagvistina og kom heim um 3 leytið og lagði mig síðan um 4 leytið sem varð síðan eiginlega bara að 4 tíma svefni (úff, alveg uppgefin). Jæja þetta er nú orðið nóg í bili þannig að ég er að spá í að kveðja núna og skrifa vonandi sem fyrst aftur:)

(0) comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?